Vania, fjórði og næstsíðasti hluti

Vania stóð nú allsnakin frammi fyrir þessum unga, myndarlega, ókunnuga manni frá flugvellinum sem hjálpaði henni ofan í baðkarið. Þegar hann var búinn að koma henni þægilega fyrir fór hann að nudda blóðið úr buxunum hennar sem lágu í bleyti í vaskinum. Hann náði því sæmilega úr buxunum en það var verra með nærbuxurnar. „Ég held að nærbuxurnar þínar séu ónýtar“, sagði hann. „Ég verð að fara að kaupa nýjar“. Ferðataskan hennar var auðvitað á einhverju flakki um Mið-Ameríku svo hún var ekki með nein aukaföt. „Ég fer þegar þú ert búin í baði“. Svo ætlaði hann að fara að þvo henni en Vania var nú ekki alveg á þeim buxunum. „Ég hlýt að geta þvegið mér sjálf“, sagði hún. Og ungi maðurinn fór fram með semingi.

Eftir baðið hjálpaði hann henni síðan upp úr, studdi hana aftur á klósettið, að hennar beiðni, þar sem hún þurfti að gera eitthvað í þessum blæðingum. Ungi maðurinn hefði gert það fyrir hana ef hún hefði ekki þvertekið fyrir það. Síðan studdi hann hana inn í rúm og lagði hana út af. Þótt hún væri rænulítil þá hafði hún áhyggjur af því að það kæmi blóð í rúmið svo hún sagði við hann að líklega væri best að setja handklæði undir. Hann fór og náði í handklæði, sagði henni að lyfta hnjánum aðeins, sem hún gerði með erfiðismunum, lyfti síðan rassinum aðeins upp og smeygði handklæðinu þar undir. „Björg, hann sá ALLT!“ sagði hún við mig seinna. „Hann stóð þannig að hann sá alla mína leyndustu líkamshluta“.

 

Síðan fór hann að kaupa nærföt og Vania lá í móki á meðan og reyndi að sofa. Þetta var að morgni dags, 2. júní. Það var dregið fyrir gluggana í herberginu með þykkum gluggatjöldum, svo Vania gerði sér enga grein fyrir hvaða tími dags var. Nokkru seinna kom hann aftur með nærföt og sagðist hafa reynt að finna eitthvað í hennar stærð. Það passaði. „En viltu ekki fá eitthvað að borða núna?“ spurði hann. Það var að vísu ekki það sem var henni efst í huga núna en hún varð að viðurkenna að það væri gott að fá eitthvað að borða núna. Helst vildi hún sofa núna en bað samt um ávexti og súpu. Ungi maðurinn hringdi á herbergisþjónustuna og spurði hvort hægt væri að fá ávexti og súpu. Ávextina var auðsótt mál að fá en það var verra með súpuna. „Þeir bjóða því miður ekki upp á súpu í morgunmat“, sagði hann við hana þegar símtalinu var lokið. „En þeir ætla að athuga hvort þeir geti ekki fundið eitthvað til að búa til súpu úr“.

Vania fékk síðan ávexti og súpu og ungi maðurinn hjálpaði henni að borða. Síðan sagðist hann þurfa að fara í sturtu og spurði hvort henni væri ekki sama hvort hann færi í sturtu þarna. Stuttu seinna hringdi síminn. Ungi maðurinn kom fram með handklæði um sig miðjan til að svara. Það var mamma hennar. Það hafði verið hringt til hennar frá flugvellinum í Los Angeles og sagt að dóttir hennar hefði lent í slysi. Mamman fékk auðvitað áfall við þessar fréttir og tókst loks að finna út hvar hún væri stödd og hringdi á hótelið. Þær töluðu saman á meðan ungi maðurinn klæddi sig og síðan fór hann og leyfði Vöniu að sofa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Svakalega gaman að svona gerist akkúrat þegar á blæðingum stendur. Var samt að spá í hvort hægt væri að klóna þennan mann!

Laufey Ólafsdóttir, 16.6.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband