Veskið mitt!

Þá hefur það loksins gerst sem ég hef verið að bíða eftir alla ferðina: Ég var rænd. Þetta var eiginlega alveg fáránlegt en það eina sem ég ætla að segja um það er eitt gott ráð: Ekki skilja veskið eftir hangandi á sætisarminum í bíó! Auðvitað áttum við að vita þetta en við erum báðar vanar að gera þetta heima, við systir mín, og gerðum það af gömlum vana.

Hins vegar má segja að við höfum verið heppnar því systir mín hugsaði með sér áður en við fórum af stað hvort hún ætti að taka myndavélina með, því að hún notar myndavélatöskuna sem veski, en ákvað að gera það ekki. Það eina sem hún missti voru peningar að jafnvirði um 1400 krónur. Ég hafði skilið gemsann minn eftir heima í hleðslu, annars hefði hann farið líka. Ég missti aðeins meira en hún, eða peninga að jafnvirði um 2500 krónur, visakortin mín og nokkur kort sem aðeins er hægt að nota heima, s.s. bensínkort, gjafakort og afsláttarkort frá Tryggingastofnun. Og reyndar nýja ökuskírteinið mitt, sem ég þarf víst að ná í aftur...

En semsagt, ekkert stórslys varð og ekkert mjög mikilvægt glatað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Leitt að heyra. En lán í óláni. Ég er svo hneigð til að týna öllu að ég vil helst allraf hafa alla hluti fasta við mig og helst finna fyrir þeim líka. Nota mjög sjaldan handtöskur en ef ég geri það þá er ég með þær framaná mér og skil þær ekki við mig nema ég sé í heimahúsi. Öll þessi ár í London kom þessi týnihræðsla mín sér afar vel en ég hef ekki enn verið rænd þar (7,9,13). 

Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég er venjulega mjög varkár og geri það sama og þú. En einhvernveginn datt mér ekki í hug að það væri mögulegt að fara UNDIR sætin . Þetta er í fyrsta skipti sem ég er rænd fjármunum hér.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 29.6.2007 kl. 05:55

3 identicon

ég hef nú alltaf haldið að hægt væri að nota Visa-kort alls staðar í heiminum. Ertu búin að tilkynna stuldinn á þeim?

ps.

hvenær er áætluð heimkoma, nákvæmlega?

bjargarmamma (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Jamm, ég er búin ad loka kortunum. Komum heim á mánudaginn.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 30.6.2007 kl. 01:54

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Akkúrat þegar við erum að fara sjáumst í Ágúst!

Laufey Ólafsdóttir, 30.6.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

250 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband