Skotárás

Í gær var maður skotinn í verslanamiðstöð í hverfi í San José. Hann lifði af. Við Erik fórum þarna framhjá í strætó þegar lögreglubílarnir og sjúkrabílarnir voru fyrir utan. Við vorum einmitt stödd í þessu hverfi á þeim tíma sem skotárásin fór fram og ég hafði verið að spá í hvort ég ætti að koma við í verslanamiðstöðinni Shocking. 

Um daginn fóru 15 hús í viðbót í hvirfilvindi í úthverfi San José, aðeins örfáa kílómetra héðan. 

Annars er ég að fara héðan núna eftir nokkra klukkutíma. Mánuður er alveg passlegur tími, ekki of mikið og ekki of lítið. Við höfum lent í heikmiklum ævintýrum, kannski ferðafélagar mínir meira en ég því ég hef upplifað svipaða hluti áður. Við fórum í frumskógarferð Karíbahafsmegin þar sem við óðum læki og böðuðum okkur í hyl undir fossi; við fórum í göngutúr í öðrum frumskógi Kyrrahafsmegin, sáum apa, eðlur og þvottabirni og sveifluðum okkur í trjánum a la Tarzan; tíndum fræ af Guanacaste-tré sem eru seld hér dýrum dómum í skartgripum; við héngum í hengirúmum og slöppuðum af; forðuðum okkur undan köngulóm sem hlupu á vatninu í sundlauginni; fórum á almenningsspítala sem tók fjóra og hálfan klukkutíma, þar af biðum við tæpa tvo tíma eftir lyfjunum; og við Vania blikkuðum eiganda lítillar pool-stofu til að kenna okkur að spila. Hann var mjög góður kennari. Við vorum einu kvenkyns viðskiptavinir hans og þar af leiðandi gátum við aldrei notað klósettið á staðnum því það var ekki gert ráð fyrir konum. 

Ég mæli semsagt eindregið með því að ferðast til Kosta Ríka, munið bara að kaupa ykkur krem eða sprey til að draga úr flugnabitum. Fólkið er alúðlegt og verðlagið hagstætt. Það er samt best að fara í júní því þá eru fæstir ferðamenn og verðlagið á hótelum og slíku lægst. Sjáumst á Íslandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Get ekki sent sms. >Vid erum a lifi. Lifdum af brjalada seinkun og litinn svefn. Vikingaaras a bhphotovideo.com a eftir. Komum sidan heim.

Þórgnýr Thoroddsen, 2.7.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

252 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 23394

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband