Vinir

Á ströndinni í BarcelonaEftir aðeins fjóra daga í Barselóna hef ég eignast vini sem vilja allt fyrir mig gera. Þetta eru auðvitað vinir Bjartar, vinkonu minnar til 25 ára (úff, er ég virkilega svo gömul að ég get hafa átt vini í 25 ár? Shocking) sem býr hér og ég er gestur hjá. Það segir sig sjálft, vinir hennar hljóta að vera gott fólk, hvernig er annað hægt? Þeir sem þekkja Björtu vita hvað ég á við.

En semsagt, mamma er á leiðinni hingað og við ætlum að leigja íbúð í 100 manna fjallaþorpi ekki langt frá Barselóna. Roser, eða móðir hennar, ég man ekki hvor, á þessa íbúð sem er í húsi frá byrjun 18. aldar. Þar ætlum við að vera í nokkrar nætur. Í þorpinu er ein búð og einn bar / veitingastaður, og fullt af börnum, skilst mér. Það sem verra er er að það fer engin rúta þangað eða þaðan nema um helgar. Hægt er að taka lest til næsta bæjar, Terrassa, en síðan þarf maður að redda sér þá 25 km sem eftir eru. En hvað haldið þið? Ég sagði áðan að þetta væru vinir sem vildu allt fyrir mig gera. Jú, Roser ætlar að keyra okkur þangað og Sergio ætlar að sækja okkur!

Kæru vinir á Íslandi: Takið ykkur þessa hegðun til fyrirmyndar Kissing.

Svo er hér mynd af okkur Erik á ströndinni í Barselóna á sunnudaginn var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vildi svo gjarnan vera þarna.  Njóttu lífsins í botn kæra bloggvinkona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 20:21

2 identicon

Já, nú höfum við skipt um hlutverk, ég og mamma ykkar, ég heima, hún með ykkur. Ég vildi svo sannarlega vera kominn til þessa hundraðmanna þorps. Ég var að skrifa þér tölvupóst vegna útvarpsþáttanna um Kosta Ríka og hélt að þú kæmist kannski á netið en það er víst vonlítið. Þú færð þetta því þegar þú kemur aftur til Barselónu.

Bjargarpabbi/Eriksafi

Þorgrímur Gestsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband