Af hverju er ég svona?

Oft velti ég því fyrir mér hvers vegna ég sé alltaf öðruvísi en allir hinir. Sem barn og unglingur var þetta stundum dálítið erfitt, enda gangast börn upp í því að falla inn í hópinn og ekki hjálpaði til að vera einkabarn. Eitt af því sem ég man eftir frá því fyrir tíu ára aldurinn var að ég átti ekki systkini. Það áttu allir systkini! Meira að segja besta vinkona mín, sem var líka einkabarn, átti hálfsystur. Hún var að vísu afrakstur framhjáhalds, en systir engu að síður.

Eftir mikið suð eignaðist ég loksins systur. Þá var ég orðin tíu og hálfs árs. Það var gaman framan af að eiga litla systur sem hægt var að kjassa af og til en síðan þurfti ég að fara að passa hana. Einum of oft, að mér fannst. Mér fannst ekki gaman að passa börn, líkt og flestum jafnaldra kynsystrum mínum. En ég gerði það nú samt, af eintómri skyldurækni. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi ekki verið látin passa mjög oft.

Ennþá hef ég ekkert sérstaklega gaman af börnum, nema þau séu klár, kurteis og skemmtileg. Og í mínu starfi hitti ég mörg svoleiðis börn. Ég hef heldur ekki gaman af söngleikjum og spurningakeppnum. Frík.

Ég nýt þess ekki að spjalla um einskis verða hluti við ókunnugt fólk. Ég kann ekki við að hafa sítt hár og lita það aldrei. Ég hef aldrei farið í vax. Ég gæti aldrei gengið með gervineglur. Ég get vel farið út úr húsi án maskara eða varalits. Mér finnst leiðinlegt að horfa á rómantískar gamanmyndir. Mér fannst Moulin Rouge hundleiðinleg. Mér finnst Tom Cruise ljótur. Ég hef áhuga á gömlum hlutum. Ég trúi ekki á Guð eða Herbalife. Mér líkar illa að vinna undir öðrum. Ég get ekki drukkið hvaða kaffi sem er, það verður að vera gott espresso. Ég á ekki kærasta. Ég er sérvitur og þarf að gera suma hluti á minn hátt. Ég læt engan segja mér að eitthvað sé ekki hægt...

Sumum finnst ég skrýtin. Mér er alveg sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er sammála þér, Tom Cruise er ekki sætur..
Svo eiga allar konur að geta farið út úr húsi án þess að vera málaðar, ég get það

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.3.2008 kl. 01:46

2 identicon

Fyrirgefðu hvað þetta dróst! En, nei, þú varst ekki oft "látin passa". Gleymdu því ekki að nú eruð þið Vala góðar vinkonur og eigið mikið saman að sælda - og þar að euki eruð þið meðal minna allra bestu vinkvenna og það eina slæma við að búa í Hafnarfirði er að þá sé ég ykkur ekki eins oft og ef ég væri enn á Nönnugötunni. Þið eruð bestu dætur sem ég get hugsað mér!

Þorgrímur Gestsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Vertu ánægð með að ekki vera eins og allir aðrir, skil vel að þú hafir ekki trú á Herbalife, og sjálf þoli ég ekki Tom Cruise

Heiður Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu mig þekkja þetta með parnapössunina sem hundelti mig alla mína æsku.  Á sex systur og passaði fimm þeirra, öll sumur "come rain, come shine".  ARG

Annars skil ég vel þessa færslu.  Er doldið jaðar sjálf, þoli ekki Tomma og aðrar súkkaðiframleiðsluvörur frá Hollýwood.

Páskakveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 10:37

5 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Jæja, annað hvort hef ég hér fundið alla furðufugla bæjarins eða ég er ekki eins undarleg og ég hélt...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 24.3.2008 kl. 01:00

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þú gleymdir Titanic!

Ég get drukkið nánast hvaða kaffi sem er, nema kaffið í Aktu-taktu. Allt annað get ég skrifað undir ...ég átti samt slatta af hálfsystkinum en almáttugur hvað mér leiddust alltaf börn þegar ég var yngri, hvort sem voru jafnaldrar, smábörn eða þar á milli. Er mun opnari fyrir þeim í dag

Laufey Ólafsdóttir, 24.3.2008 kl. 09:30

7 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Takk, Laufey, ég var alveg búin að steingleyma Titanic. Leiðinlegri mynd er erfitt að finna!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 24.3.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 23402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband