Færsluflokkur: Bloggar

Heppin!

ÉG ER mjög heppin kona. Ég er í góðu sambandi við fjölskylduna. Ég fékk tækifæri til að mennta mig og notaði það. Ég er í öruggu starfi. Launin gætu að vísu verið hærri, en ég lifi af og hef jafnvel efni á að fara til útlanda af og til. Efnislega skortir mig ekkert. Til þess þarf ég að vísu að vinna eins og þræll. Ég á hús, því ég var svo heppin að hin íbúðin í gamla timburhúsinu þar sem ég keypti fyrst íbúð losnaði á réttum tíma. Ég var heppin að þá voru vextir á húsnæðislánum í lágmarki. Ég var líka heppin að ættingjar mínir gátu aðstoðað mig fjárhagslega. Ég á sjö ára gamlan, heilbrigðan son. Heppin þar. En ég á ekki mann. Óheppin.

Þar sem ég á ekki mann er ansi dýrt fyrir mig að lifa. Það þarf að borga jafnmikið af húsinu og ef ég ætti mann. Það þarf að borga jafnmikið í reikninga, m.a. hita, rafmagn, afnotagjöld RÚV og afborganir af húsnæðislánum og fasteignagjöld eða húsaleigu. Það þarf að eyða jafnmiklu í barnið: föt, mat, lækniskostnað, tómstundir, frístundaheimili, skólamáltíðir, o.s.frv.

Eini kostnaðurinn sem er lægri fyrir einstakling en hjón með barn er símakostnaður og matur. Þó er þessi kostnaður ekki helmingi lægri eins og sumir gætu freistast til að halda. Það þarf að borga fastagjald af símanum, sem er stór hluti upphæðarinnar, og einstaklingur hendir mun oftar mat en hjón þar sem hann þarf mjög oft að kaupa hann í jafnstórum umbúðum. Auk þess er rekstur bifreiðar eilítið lægri, eða sem nemur mismun á notkun einstaklings og hjóna á eldsneyti. Samt er 60% munur á viðmiðunarfjárhæð til framfærslu einstaklings og hjóna, burtséð frá því hvort börn eru á heimilinu eða ekki. Síðan er hægt að fá sérstaka aðstoð við kostnaðinn sem hlýst af að eiga börn.

Þegar barn einstæðs foreldris er í leikskóla fær það einhvern afslátt. Að minnsta kosti í Reykjavík. Það er eitthvað misjafnt eftir sveitarfélögum hvort þau viðurkenna réttlætið í því að láta fjölskyldu sem hefur einfaldar tekjur borga minna fyrir leikskólann en fjölskyldu sem hefur tvöfaldar tekjur. En það er svo skrítið að í Reykjavík var það þannig eftir að nýr meirihluti tók við stjórninni að fyrst lækkuðu leikskólagjöldin um 25% en fjórum mánuðum síðar hækkuðu þau aftur um 8,8%. Þarna glittir nefnilega í hið rétta andlit Sjálfstæðisflokksins. Hvenær hækka leikskólagjöldin næst? Eða þá gjaldið fyrir frístundaheimilin sem einnig hækkaði um áramót?

Þegar barnið hættir í leikskóla og byrjar í grunnskóla myndi maður ætla að kostnaðurinn lækkaði. Skólinn er ókeypis, er það ekki? En kostnaðurinn fyrir einstæða foreldra lækkar ekki. Hann hækkar. Hver er eiginlega ástæðan? Jú, einstæðir foreldrar þurfa nefnilega að borga jafnmikið og hjón fyrir bæði hádegismatinn og frístundaheimilið.

Með öðrum orðum, kostnaðurinn við það þegar barn hættir í leikskóla og byrjar í grunnskóla lækkar um tæp 10% á mánuði, miðað við átta tíma vistun, fyrir hjón með tvöfaldar tekjur, en hækkar um rúm 36% á mánuði fyrir einstætt foreldri með einfaldar tekjur. Ég er einstæð móðir með barn í grunnskóla. Óheppin.

ÞURÍÐUR BJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR,

varaformaður Félags einstæðra foreldra.

Frá Þuríði Björgu Þorgrímsdóttur:


Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband