Sunnudagur, 25. mars 2007
Umbúða- og efnafargan
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna í ósköpunum við þurfum allar þessar umbúðir utan um matinn okkar. Við hendum þeim hvort sem er. Oft þarf maður að taka vöruna upp úr kassanum fyrst og síðan úr pokanum og jafnvel úr enn einum umbúðunum. Maður kaupir fimm sneiðar af kjötáleggi dýrum dómum í nánast þyngd sinni af plasti. En þegar grænmetið og ávextirnir er allt pakkað inn í plast þá segi ég hingað og ekki lengra! Oft sé ég hverri einustu papriku pakkað inn í plast sem er vandlega búið að bræða saman til að loka. Það er ekki hægt að kaupa lífrænt ræktaðar appelsínur og epli vegna þess að það er búið að setja það á frauðbakka og pakka inn í plast. Og einu íslensku tómatarnir sem fást á veturna eru nokkrir saman á slíkum bakka. Erlendu tómatarnir eru yfirleitt ógeðslegir svo ég kaupi ekki tómata á veturna lengur nema tilneydd.
Fyrir utan hvað það er óhollt að borða ávexti og grænmeti sem hefur legið lengi í plastumbúðum (sbr. rannsóknina sem gerð var á tengslum gosdrykkja í plastflöskum og getuleysi karlmanna) og fyrir utan hvað grænmetið lítur lengi vel út í plastinu en lyppast svo niður þegar maður opnar það, þá er þetta neyslustýring á háu stigi. Ég VERÐ að kaupa sex tómata í einu. Og ég VERÐ að kaupa 300 g af spínati, þó það sé alltof mikið og helmingurinn af því verði ónýtur. Ég VERÐ líka að kaupa 250 eða 500 g af kaffi, 1 eða 2 lítra af ís, hálfa eða heila tylft af eggjum, 350 eða 600 g af nautahakki og svona mætti lengi telja. Þess vegna fer ég alltaf í fiskbúðina á horninu til að kaupa fisk. Þar get ég fengið 264 g af fiski ef ég vil.
Hversu margir skyldu lesa utan á umbúðirnar áður en þeir kaupa þær? Sá sem leggur í vana sinn að gera það veit að maturinn sem okkur stendur til boða er fullur af MSG, Aspartam, rotvarnarefnum og eflaust ýmsu fleiru sem er engan veginn gott fyrir okkur. Það eru til mörg E-efni sem eru leyfð þrátt fyrir að það sé ekki vitað hvaða áhrif þau hafa á okkur til langs tíma. Eru þessi efni virkilega nauðsynleg? Þau hafa áhrif á bragðið, svo mikið er víst. Því ferskari sem fæðan er, því betri á bragðið og því betur líður okkur af henni. Af sömu sökum: Því meira af aukefnum í fæðunni, því flatara bragð og því verr líður okkur af henni. Hvers vegna eru rotvarnarefni í öllum íslenskum ostum en ekki í þeim erlendu? Til hvers eru rotvarnarefni í reyktu kjöti? Er reykingin ekki geymsluaðferð? Ég hef alltaf haldið það en það er kannski misskilningur. Mér blöskrar að þurfa að kaupa saltvatn á nærri 2000 kr. kílóið með kjúklingabringunum mínum, auk einhverra óútskýranlegra bragðefna og jafnvel rotvarnarefna.
Hvert viljum við stefna í þessum málum? Ég legg til að við sniðgöngum mat sem inniheldur þessi óþörfu efni. Einhversstaðar heyrði ég af því að fólk stæði við kassana þegar það væri búið að borga og tæki utan af matnum allar óþarfa umbúðir. Það finnst mér góð hugmynd. Rífum af allar þessar óþörfu umbúðir og skiljum þær eftir á kössunum. Þá sést hversu mikið rusl og þar með mengun hlýst af þeim. Íslendingar! Sýnum samstöðu einu sinni á ævinni!
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
31 dagur til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, Elísabet. Það lítur út fyrir að við verðum bara tvær í þessu. Hefur fólk almennt virkilega engar áhyggjur af þessu?? Þetta er jú heimur okkar allra, við þurfum að standa saman við að passa að ekki fari allt til fjandans á endanum!!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 30.3.2007 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.