Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Maddaman
Þá er maður kominn aftur úr sveitinni og myndir úr fjárhúsinu sjást á tenglinum "Myndirnar mínar".
Bóndinn á bænum skrifaði grein ekki fyrir löngu og ég vona að ég svíki ekki lit með því að vísa á greinina eftir Indriða Aðalsteinsson á Skjaldfönn á visir.is. Greinin er nokkuð góð og talsvert skáldleg, eins og hans er von og vísa.
Svarið eftir Jón Kristjánsson alþingismann er ekki síður merkilegt, en það birtist einnig á visir.is. Ég fékk að vísu engan botn í greinina og ef einhver finnur eitthvað út úr henni má hann eða hún endilega kommenta á það hér.
Ég verð aðeins að taka upp hanskann fyrir íslenskum fjárbændum. Þeir vinna eins og skepnur og hafa lítið sem ekkert upp úr því. Það telst víst ekki mikið að fá 17 þúsund krónur fyrir ull af hátt í 300 fjár.
Það skal tekið fram að Jón Kristjánsson er velkominn að Skjaldfönn hvenær sem hann vill! Bara ef hann hefur tíma, það tekur jú 5 tíma að komast þangað...
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
32 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist Jón Kristjánsson vera að staðfesta það að flokkurinn hefur tekið upp hægristefnu.
(Gaman hvað allir vilja alltaf tileinka sér Laxness )
Ég styð bændur og vil bara íslenskar búafurðir. Ömurlegt hversu illa staddir þeir eru fyrir sitt góða framlag til þjóðarinnar, einkum smábændur en ríkið virðist leggja aðaláherslu á stærri bú sem dæmir minni bú til gjaldþrota.
Velkomin heim!
Laufey Ólafsdóttir, 10.4.2007 kl. 02:26
17 þúsund krónur fyrir ull af hátt í 300 fjár hljómar ekki mikið en koma ekki einhverjir opinberir styrkir í staðinn, að einhverju leyti a.m.k.?
Magnús (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:14
Þeir styrkir sem bændur fá frá ríkinu duga tæplega til að lifa af. Í þessu tilfelli getur bóndinn lifað af búskapnum sjálfur en konan hans þarf að vinna fyrir sunnan yfir veturinn. En ég hef allan hug á að kynna mér þetta betur.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 10.4.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.