Föstudagur, 20. apríl 2007
Gamla Reykjavík
Núna skil ég hvers vegna Reykjavík er að breytast í steypuklump og glerhýsi. Fleiri en mig grunaði virðast á þeirri skoðun að eyðileggja beri Reykjavík gjörsamlega, rífa niður gömlu timburhúsin, sálina. Það virðist ekkert mega minna á gamla tíma. Við eigum nóg af nýtískulegum húsum í Reykjavík. Sum eru flott, önnur afar ljót. Þau passa bara alls ekki í miðbænum. Miðbærinn er venjulega elsti hluti hverrar borgar og því eðlilega forn á að líta. Þannig á það líka að vera. Alls staðar erlendis er gamla miðbænum haldið við í sem upprunalegastri mynd. Í Póllandi fengu menn tækifæri til þess að endurbyggja gamla miðbæ Varsjár frá grunni eftir seinna stríð. Þeir endurbyggðu hann eins og hann var á 17. eða 18. öld. Bara með öllum nútímaþægindum. Hann er núna mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, enda sérlega fallegur á að líta. Hvað getum við gert að því þó að þetta séu eldfim timburhús? Kannski væri ráð að sleppa því að vera með skemmtistaði í þeim.. og halógenljós sem kviknar í...
Nú þegar er búið að eyðileggja miðbæinn okkar að hluta með morgunblaðshöllum og ráðhúsum. Kaupmenn vilja rífa meira og minna allan Laugaveginn og byggja eitthvað nýtískulegt. Ég get sagt ykkur það að ég gekk einu sinni niður allan Laugaveginn og skoðaði hvaða hús stóðu auð. Það voru fleiri ný og nýleg hús en gömul. Þar fór gróðrahugsjónin fyrir lítið!
Ég bý í gömlu timburhúsi í miðbænum. Ég vil fá að halda því, takk!
Samvinnu leitað við eigendur um að götumynd verði endurbyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
31 dagur til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér.. ég er búin að velta þessu svolítið fyrir mér. Það virðst vera rosalega margir sem vilja allt þetta gamla og byggja nýtt..en hvað með þegar þau hús eru orðin gömul? Á þá að rífa þau niður líka og byggja ný?
Helga Dís (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 21:21
Góður punktur. Ef aldrei má minna fólk á gamla tíma, hvenær er þá kominn tími til að rífa niður það sem var byggt síðustu 10 árin?
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 22.4.2007 kl. 23:02
Sammála síðasta síðuhöfundi. Þessi gömlu hús eru sál Reykjavíkur.
Björn Heiðdal, 23.4.2007 kl. 01:08
Sammála síðasta síðuhöfundi. Þessi gömlu hús eru sál Reykjavíkur.
Björn Heiðdal, 23.4.2007 kl. 01:09
Burtu með ráðhúsið... mestu sjónmengun miðbæjarins. Fínasti arkítektúr en á kolvitlausum stað. Beint á gamla skautasvæðinu okkar
Laufey Ólafsdóttir, 23.4.2007 kl. 09:15
Ég bý í gömlu húsi í miðbænum líka, er reyndar að selja einhverjum sem vill endubyggja það, enda ónýtt. það verður að halda götumyndinni í sem upprunalegasta horfi en búið er að leyfa stækkun um 60% aftur í garð. Ég horfi stundum á gömlu, niðurníddu húsin í Þingholtunum og það er svo sorglegt til þess að hugsa að þeir sem búa í þeim hafa ekkert endilega efni á að gera þau upp, þannig að að endar með því að þau eru keypt og rifin og eitthvað gímald kemur í staðin. Þetta er raunveruleikinn, krakkar mínir :(
Rúna Vala, 24.4.2007 kl. 14:25
Rúna Vala, 24.4.2007 kl. 14:25
Hvernig væri að borgin setti meiri peningar í að styrkja húseigendur til að gera upp hús sín? Nú er hægt að fá einhverja litla styrki sem duga fyrir broti af kostnaðinum en það þarf að hafa þá hærri ef þeir eiga að höfða til þeirra efnaminni.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 24.4.2007 kl. 23:28
Elsku Björg. Vertu ekki svona einföld Hinir efnaminni eiga ekkert með að halda í hús á besta stað í bænum heldur geta þeir bara keypt gamlar féló- og verkóíbúðir í Breiðhoti og látið fínu og hæfu fólki eftir góðu lóðirnar í miðbænum. Það hefur aldrei þótt góð leið að styðja litla manninn í þessu ágæta þjóðfélagi okkar. Þess vegna er allt svona frábært eins og það er... eða svo er mér sagt .
... með öðrum orðum... mig langar líka í hús í Þingholtunum .
Laufey Ólafsdóttir, 24.4.2007 kl. 23:41
Æ já, hvernig læt ég . Auðvitað á bara ríka fólkið að geta búið í miðbænum! Það segir sig sjálft. Svo það geti látið rífa niður þessa gömlu hjalla sem eru að grotna niður (eða gætu farið að gera það eftir nokkur ár) og byggja í staðinn steinsteypuhallir sem líta út eins og gámar.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 25.4.2007 kl. 14:06
Ég á við "og byggt í staðinn steinsteypuhallir sem líta út eins og gámar".
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 25.4.2007 kl. 14:08
þetta er galli með okkur isledingan við vilum alldaf vera flodust og ver með bestu nínguna .....og í þeim ugleðingum er við ad skemma okkar gömmlu mind....... ég fatta ekki þetta hugar far
kv eva
Eva Lind , 26.4.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.