Líf kennarans

Ég hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið en hef þá afsökun mér til varnar að ég er kennari. Nú eru próf og mikið að gera. Reyndar er alltaf mikið að gera, nema á sumrin. Ég taldi víst að ég væri í a.m.k. 120% starfi en fékk að heyra nýlega að ég væri ekki í nema um 115% starfi. Surprise!! Í dag sat ég yfir prófum frá níu til fimm. Það þýðir að ég gat ekki samið próf á meðan, en ég á að skila af mér þremur á föstudaginn. Svo er til fólk sem heldur því fram að það sé ljúft líf að vera kennari! Það er sannarlega ljúft á sumrin, en níu mánuði ársins vinnum við af okkur sumarfríið.

Ef einhver skyldi vera að velta því fyrir sér hvers vegna ég veit ekki nákvæmlega starfshlutfallið mitt er ástæðan sú að ég kenni 75% í dagskóla, þ.e. venjulega kennslu, og restin er í fjarkennslu, þar sem það fer eftir nemendafjölda hversu hátt starfshlutfallið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Fólk er oft svo duglegt að ákveða ýmislegt um annarra hagi

...þetta fer samt að verða búið! Ertu kannski búin að taka að þér fjarkennslu í sumar?

Laufey Ólafsdóttir, 3.5.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Nei, ég ætla að slaka á í sumar, þakka þér fyrir!  Í fyrrasumar tók ég að mér einn áfanga og mér finnst ég ekki hafa fengið frí í næstum tvö ár. Þá á ég við að ég hef unnið nánast allar helgar og flest kvöld allan þann tíma, meira að segja jóla- og páskafrí hafa farið að miklu leyti í að vinna.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 3.5.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Rúna Vala

Líf nemans er heldur enginn dans á rósum. Sitja á skólabekk í 9 mánuði (eyða jólafríum í vinnu og páskafríum í ritgerðaskrif og fleira)
 og um leið og skólanum lýkur að vori fer maður að vinna og vinnur þartil hann byrjar á ný!!

Rúna Vala, 8.5.2007 kl. 21:52

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Vala mín, neminn hættir einn daginn að vera nemi og fer þá hugsanlega að vinna venjulega vinnu og fær sitt frí um helgar, yfir páska- og jólahátíðina og sex vikur að sumri. Kennarinn er í eilífu nemamynstri, nema á sumrin, sem er auðvitað einn ljósasti punkturinn við þetta allt saman.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 9.5.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ekki eilífðarstúdentar

Laufey Ólafsdóttir, 9.5.2007 kl. 17:34

6 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Þeir hljóta nú að deyja úr hungri á endanum...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 9.5.2007 kl. 20:43

7 Smámynd: Rúna Vala

ég ætlaði að fara að skrifa eitthvað um að þú hefðir nú einu sinni verið nemi og blablabla en mér fannst það hljóma eitthvað svo: ég veit hvað þú ert að ganga í gegn um... en ég veit að þetta breytist einn daginn og maður á lögbundið frí á sínum vinnustað. (SAMT ekki 2 og hálfur mánuður)

Rúna Vala, 9.5.2007 kl. 21:48

8 Smámynd: Rúna Vala

Btw... flott grein í...hvað var það, mogginn? Stolt af þér .

Rúna Vala, 9.5.2007 kl. 21:49

9 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Takk, takk. Ég rakst líka á hana rétt áðan hérna, alveg óvænt...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 9.5.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband