Mánudagur, 28. maí 2007
3 dagar í ferð til Kosta Ríka
Dagarnir líða alltof hratt núna, ég á eftir að gera svo margt áður en við förum. Eitt af því er að taka til í húsinu . Einu sinni tók ég svefnherbergið í gegn og það tók þrjá daga. Svo breytti ég því í borðstofu... Einn stærsti gallinn við að vera einstæð (eða einhleyp) móðir er tímaskorturinn. Það er bara ekki tími til að taka til og þrífa á veturna. Ég rétt kemst yfir þetta lífsnauðsynlegasta: að vaska upp, þvo þvott og þrífa heimilismenn. Annað verður að bíða til sumars. Og ég er bara með eitt barn!
Það er mikill spenningur í gangi á heimilinu. Sá litli gerir ekkert sem hann er beðinn um og má ekki einu sinni vera að því að fara á klósettið. Það eykur reyndar talsvert álagið á þvottvélina. Hann hlakkar svo mikið til að hitta pabba sinn sem hann hefur ekki hitt síðan í ágúst. Ég nota tækifærið og reyni að siða hann til með því að segja að í Kosta Ríka sé til siðs að borða með hnífapörum og alveg bannað að prumpa við matarborðið. Það virkar ekkert sérlega vel.
Meira á morgun...
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
31 dagur til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Undarlegir siðir í útlöndum!!! dísus!
Tímaskortur! haha! Understatement of the year! Kannast við ofangreind vandamál. Held stundum að börnum vaxi sigg í eyrum gegn rödd móður. Eitthvað hlýtur það að vera!
Laufey Ólafsdóttir, 28.5.2007 kl. 23:48
Góða ferð og skemmtið ykkur nú rosalega vel í útlandinu.
Ég er búin að vera 'einstæð' 2ja barna móðir síðan í byrjun apríl með pabbahelgar aðra hverja viku, þ.e.a.s. pabbinn kemur heim aðra hverja helgi og það er sko ekkert grín að vera ein með ormana. Kl. 21.30, þegar allt er búið og allir sofnaðir er maður sjálfur yfirleitt alveg búinn og er ekki að fara að hafa samband við fólk. Beggi er s.s. uppi í Fljótsdal við eftirlit með niðursetningu einhverra véla þar. Já, niðursetningu þar sem í vélageiranum eru vélar ekki settar upp heldur niður.
Fer í sumarfrí 16. júlí, þá verð ég við... Heyrumst!
Ásdís (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 10:39
Heyrðu, Ásdís. Ég hringi í þig á morgun!! Gaman að heyra frá þér!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 29.5.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.