2 dagar í ferð til Kosta Ríka

Þá er bara morgundagurinn eftir til að undirbúa ferðina og það er enn margt eftir. Svo bættist við að ég þarf að fara aftur til sjúkraþjálfara á morgun vegna stirðleika í hálsi. Frábært!

Það sem allir ferðafélagar mínir þurfa að gera sér grein fyrir nú þegar, áður en við förum af stað, er að við erum um það bil að fara inn í annan heim. Það er ekki nóg með það að augljósu hlutirnir eru ólíkir því sem við eigum að venjast, s.s. loftslagið og arkitektúrinn, heldur má líka eiga von á því að einhverjir fái menningarsjokk stuttu eftir komuna. Ekki að menningin á staðnum sé slæm, heldur bara ólík okkar menningu. Sem dæmi má nefna að allir eru kurteisir í Kosta Ríka. Maður verður var við það strax í flugvélinni þegar einhver segir við flugfreyjuna: "Fyrirgefðu, afsakið, myndirðu vera svo væn að færa mér servéttur?" Enginn ropar eða snýtir sér á almannafæri. Herramennskan lifir góðu lífi, sem er skemmtileg tilbreyting frá hegðun okkar ástkæru íslensku karlmanna, sem nánast ryðjast fram fyrir konurnar inn og út um allar dyr og sleppa svo hurðinni þannig að maður má þakka fyrir að fá hana ekki beint á nefið. Svo kunna þeir líka að dansa. Það dansa allir í Kosta Ríka. Diskótekin eru full af fólki af báðum kynjum að dansa salsa, merengue og fleiri latneska dansa. Hins vegar virðist enginn þar inni vera fullur. Einu sinni sá ég mann á diskóteki sem hagaði sér nákvæmlega eins og hinn típíski fulli Íslendingur og allir voru mjög hneykslaðir. Það endaði með því að honum var hent út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband