Komin til Kosta Ríka

Þegar ég var krakki fór ég ekki í ferðalag nema að taka með mér stílabók og blýant. Síðan skráði ég ferðasöguna í smáatriðum, bókin fór ofan í skúffu þegar ég kom heim og enginn las hana nema ég. Nú eru breyttir tímar. Í dag tek ég með mér tölvuna í ferðalagið og hver sem er getur lesið ferðasöguna mína um leið og ég er búin að skrifa hana. Magnað!

Ég sit semsagt hér í Alajuela í Kosta Ríka með tölvuna mína og nokkur moskítóbit og skrifa þessi orð. Það virtist allt ætla að fara úrskeiðis á leiðinni hingað. Allt gekk á afturfótunum. Það byrjaði á því að við þurftum að hlaupa að hliðinu í Keflavík þar sem við gleymdum okkur svo mikið í pælingum um hvað við ættum eiginlega að kaupa handa heimilisfólkinu í Alajuela. Það varð úr að við keyptum konfektkassa og þrjá brennivínspela.

Þegar við komum til Nýju Jórvíkur sá Vala að taskan hennar var ónýt, hjólið hafði rifnað af þannig að á einu horninu var stórt gat. Það er spurning hvort ekki þurfi að fara í mál við einhvern til að fá þetta bætt.

Á hótelherberginu sem við gistum á var nettenging innifalin í verðinu en við gátum engan veginn tengst því, hvorki með né án snúru. Okkur tókst samt að láta 38 ára gamlan draum pabba rætast og fara upp í Stórveldisbygginguna (Empire State Building). Hann hefur reynt að fara þangað upp síðan 1969; fyrst þá og svo aftur 1988. Svo við ætlum að fara aftur árið 2026 og á 19 ára fresti þaðan í frá.

Við vöknuðum síðan um miðja nótt til að halda áfram ferðinni og aftur lentum við í því að vera síðust inn í vélina. Það var þó ekki vegna slugsaháttar í þetta sinn, heldur vegna þess að við vorum öll búin að steingleyma því að ekki mátti vera með vökva í handfarangri. Brennivínspelarnir þrír enduðu því hjá tollvörðunum eftir árangurslausa tilraun til að hlaupa með þá að innritunarborðinu þar sem móttökurnar voru svipaðar og hjá konunni á ferðaskrifstofunni í Little Brittain sem sagði alltaf bara "Computer says no".

Það síðasta sem fór úrskeiðis var í lendingunni í San José. Nei, það er allt í lagi með flugvélina, ég ætlaði bara að taka mjög mikilvægt skot fyrir kvikmyndina þegar batteríið kláraðist.

Undanfarnar vikur hefur víst rignt mjög mikið hér, en nú þegar við erum komin þá rignir bara ekki neitt! Ferðafélagar mínir eru mjög vonsviknir yfir því, þau eru mjög spennt fyrir hitabeltisrigningunni. Áðan heyrðust dropar falla á laufin á trjánum og svo heyrðist í þrumu í fjarska og pabbi og Gústi lifnuðu allir við og biðu tilbúnir með nýju regnhlífarnar sínar sem þeir keyptu af götusala í miðbæ San José í dag. En svo varð ekkert almennilegt úr rigningunni og ég hef ekki heyrt í þeim síðan. Ég frétti að það væri bara rigning og suddi heima svo ætli við höfum ekki bara tekið góða veðrið með okkur hingað.

Með hitabeltiskveðju Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Fall er fararheill . Ef þið hafið keypt Brennivínið á flugvellinum áttu þeir sem seldu ykkur það að pakka því í innsiglaða poka til að þið gætuð flogið með það. Það má hafa vökva í slíkum pakkningum í handfarangri. Það er öll tollgæsla orðin svo óþolandi núna. Vinkona mín var að fljúga í gær, reyndar bara frá Bretlandi. Var hún með litla tösku í handfarangri og hélt svo á myndarlegri bók sem hún var að lesa. Henni var sagt að hún yrði að hafa allan farangur í töskunni en hún benti þeim á að bókin væri stór og kæmist sennilega ekki í töskuna. Þeir hlustuðu ekkert á það og biðu á meðan hún tróð bókinni ofaní með herkjum. Að því loknu var taskan sett aftur á vigtina og þá var henni tilkynnt að nú væri taskan of þung og hún yrði að fjarlæægja eitthvað úr henni!!!  

Alla vega, ennþá rigning og rok hér. Njóttu sólarinnar! 

Laufey Ólafsdóttir, 3.6.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Já, þetta eru fáránlegar reglur. Brennivínið VAR í innsigluðum poka en það var SAMT tekið. Mamma lenti einu sinni í því að maskarinn hennar var tekinn af henni af því að það var vökvi í honum!!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 4.6.2007 kl. 01:25

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Heyrðu, þetta er nú ekki fyndið lengur! Veðrið versnar með hverjum deginum!!! Verður þetta þá svona þartil þú ákveður að koma til baka? Ertu kannski til í að senda sólina með næst flugi? Ef ekki, bið ég þig vinsamlegast um að gleyma ekki að pakka henni þegar þú snýrð aftur því þá neyðist ég til að flytja úr landi. ÁN gríns Björg! Það er hardcore haustveður úti! Ég hætti mér ekki einu sinni út í búð.

Laufey Ólafsdóttir, 5.6.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Fyrirgefðu, Laufey...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 5.6.2007 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband