Moskítóflugur

Í gær fórum við upp á eldfjall í 2600 metra hæð. Ég hef komið þangað tvisvar áður en það er samt alltaf gaman að sjá gíginn og hvernig hann breytist í áranna rás. Fyrir þremur eða fjórum mánuðum varð víst eldgos þarna og það getur alltaf gerst svo reglan er sú að allir bílarnir á bílastæðinu eiga að snúa fram. Þannig verða allir fljótir að keyra af stað ef eldgos brýst út. Við vorum einstaklega heppin með veður, það var skýjað með köflum en gott skyggni, þótt við hefðum keyrt í gegnum nokkur ský á leiðinni upp. Pabbi, Vala og Gústi fengu síðan nasasjón af rigningunni langþráðu á leiðinni niður aftur, þegar við keyrðum í gegnum rigningarbelti. Því miður fengu þau ekki að fara út úr bílnum til að prófa regnhlífarnar sínar. 

Ég fékk þrjú moskítóbit fyrsta daginn en síðan ekki meir, þrátt fyrir að Vala sé öll útbitin. Í dag hætti ég síðan að hrósa happi því ég fékk fjögur bit í viðbót. Ég held samt að það búi bara moskítófluga í sófastólnum svo besta ráðið er að setjast aldrei framar í þann stól. Húsfreyjan á heimilinu, amma Eriks, fékk sjúkdóm fyrir nokkru sem heitir „dengue“ og smitast milli manna með ákveðinni tegund af moskítóflugu. Sjúkdómurinn lýsir sér á svipaðan hátt og malaría, nema hann kemur ekki upp aftur seinna á ævinni. Sjúklingurinn fær hita, verki um allan líkamann og stundum uppköst og niðurgang og getur legið í rúminu í allt að tvær vikur. Ef hann er hins vegar bitinn aftur af sýktri flugu verður sjúkdómurinn hættulegur þar sem sjúklingurinn fær blæðingar hér og þar um líkamann, jafnvel innvortis, og hann getur dáið. Sjúkdómurinn er landlægur í suðurhluta Bandaríkjanna, Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Suður-Asíu og hluta af Eyjaálfu. Ég er að vona að þessi ákveðna tegund moskítóflugna sé ekki landlæg hér í húsinu... 

Svo er ég enn að venjast verðlaginu hérna. Verðbólga hefur verið talsverð undanfarin ár en mér skilst að hún sé nokkuð stöðug núna. Allt miðast við verðgildi dollars. Ef dollarinn hækkar, hækkar verðlag. Frá því ég var hér fyrst, fyrir 13 árum, hefur dollarinn hækkað um meira en hundrað prósent. Það er erfitt að venjast því að eitthvað sem kostar núna tólf þúsund kólumbusa (colones) sé í rauninni ekki dýrt. Tíu þúsund kólumbusar eru um tólfhundruð krónur. Bjórinn kostar 650 kólumbusa. Og reiknið nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er steinhætt að öfunda þig og er búin að fyrirgefa þér sólarhvarfið Ekki láta svona flugu bíta ykkur

Samkvæmt mínum útreikningum kostar bjórinn rosalega lítið. 

Laufey Ólafsdóttir, 5.6.2007 kl. 02:42

2 identicon

Þetta er aðeins dýrari bjór en ég borgaði fyrir í ódýru námsmannahóteli í Tékklandi árið 1998.  Það munar nær 60 krónum ;).  Samt er nú bjórinn í Kosta Rika sirka 1/7 af verðgildi bjórs hér á Íslandi.  Skál!!!  Ekki láta flugurnar bíta ykkur mikið og góða skemmtun.

Eðvald Einar (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband