Þriðjudagur, 5. júní 2007
Tíminn
Þið verðið að afsaka. Tímamismunurinn milli Íslands og Kosta Ríka er svo mikill að þegar ég segi í gær þá þýðir það eiginlega í fyrradag. Þegar ég set inn pistla þá er ekki kominn kvöldmatur hjá mér, en hins vegar er þá kominn nýr dagur hjá ykkur. Í þetta sinn lagði ég mikið á mig til að vera snemma í því, þið getið ekki ímyndað ykkur... Það er semsagt sex tíma munur, sem við græddum þegar við komum hingað. Þannig að við vöknuðum klukkan hálf sjö morguninn sem við fórum af stað og fórum að sofa í Nýju Jórvík klukkan svona hálf ellefu um kvöldið, en vöktum samt í tuttugu tíma. Daginn eftir það vöktum við í um átján tíma svo þið getið ímyndað ykkur þreytuna sem hafði safnast upp. Enda beið ég frá klukkan þrjú um daginn eftir því að klukkan yrði átta svo ég gæti farið að sofa.
Reyndar er takturinn hér allt öðruvísi en heima. Eins og ég hef sagt áður þá er þetta ekki bara annað land heldur annar heimur, og í þessum heimi er fólki ekki skipt niður í A og B manneskjur. Það eru allir A manneskjur. Meira að segja forhert B manneskja eins og ég fer að sofa klukkan níu eða tíu og vakna klukkan sex. Og mér líður bara miklu betur! Hins vegar veit ég af reynslunni að ég held þessu ekki áfram þegar ég kem heim aftur heldur verð aftur gamla, góða B manneskjan sem ég er vön að vera. Enda er sagt að B manneskjur séu hið skapandi afl í heiminum. Ég sel það samt ekki dýrara en ég keypti það...
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
31 dagur til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
B-manneskjur ERU hið skapandi afl í heiminum.
Laufey Ólafsdóttir, 6.6.2007 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.