Fimmtudagur, 14. júní 2007
Vania, þriðji hluti
Afsakið mig hvað þetta kemur seint að deginum, en við fórum aðeins út í gærkvöldi og komum seint heim, svona um miðnætti. Ég svaf því frammeftir í dag, til hálf níu...
Læknirinn sem tók á móti henni í Guatemala skoðaði lyfin hennar og bannaði henni í framhaldinu að taka meira af þeim óþverra. Að því búnu var hún borin aftur upp í flugvél þar sem hún var á leiðinni aftur til Kosta Ríka að gera aðra tilraun til að lenda. Þegar á hólminn kom var enn of mikil þoka til að lenda og því var snúið aftur við til Guatemala. Þar áttu allir farþegarnir 145 að fara á hótel yfir nóttina. Vania fór hins vegar með sjúkrabíl á bráðadeildina þar sem hún fékk sprautu. Nú var kominn 2. júní.
Í mókinu af sprautunni mundi hún allt í einu eftir því að hún var á blæðingum. Hún stundi því upp úr sér við lækninn og bað um að henni yrði útvegaður túrtappi. Læknirinn fór og talaði við hjúkrunarkonu sem gerði dauðaleit en fann ekkert nema bindi. Vania þáði það og fékk aðstoð við að setja það á sig.
Allt í kringum hana voru nú karlmannsraddir og hún gerði sér allt í einu grein fyrir því að hún heyrði eina kunnuglega rödd. Það var einhver sem hafði verið með henni frá því hún var borin út úr flugvélinni í seinna skiptið, einhver frá flugvellinum. Nú var þessi ungi maður sendur með hana á hótel. Hann fór með hana í sínum eigin bíl.
Vania hafði enn áhyggjur af blæðingunum og bað hann að koma við í apóteki. Þar sem það var mið nótt var ekki auðvelt að finna opið apótek en loks fannst það nú, næturapótek sem var bara gluggi með rimlum. Hvað vantar þig? spurði ungi maðurinn blíðlega. Mig vantar túrtappa, sagði hún með erfiðismunum. Ungi maðurinn fór í apótekið og ræddi lengi við manninn í afgreiðslunni, sem var heldur ekki alveg viss hvað það var sem Vania vildi. Loks keypti ungi maðurinn eitthvað og sýndi Vöniu. Er það þetta sem þig vantar? sagði hann. Öh, já, þetta er fínt, muldraði hún. Svo lá leiðin upp á hótel.
Ungi maðurinn hjálpaði henni upp á herbergi. Hún átti enn mjög erfitt með að hreyfa sig og var ekki alveg með fullri meðvitund eftir sprautuna og lyfin sem hún tók í flugvélinni. Ég þarf að fara á klósettið, sagði hún og ungi maðurinn fylgdi henni á klósettið. Svo fann hún að hann hneppti frá buxunum hennar og byrjaði að draga þær niður. Henni fannst þetta nú frekar undarlegt en hafði ekki orku til að streitast á móti. Sestu á klósettið, sagði hann, afar ljúflega. Síðan dró hann af henni buxur og nærbuxur og henti bindinu. Þú þarft að fara í bað, sagði hann svo og byrjaði að láta renna í bað. Og fötin þín eru öll blóðug, ég legg þau í bleyti hérna í vaskinum. Ha.. já..., stundi Vania.
Framhald á morgun...
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt 15.6.2007 kl. 00:31 | Facebook
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
32 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu, ég var allt í einu að muna að til eru dömubindi sem heita einmitt Vania. Einhver tenging?
Annars bíð ég spennt!
Laufey Ólafsdóttir, 14.6.2007 kl. 20:26
Nei, bara skemmtileg tilviljun
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 15.6.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.