Laugardagur, 16. júní 2007
Veðrið
Ég verð aðeins að trufla framhaldssöguna með fréttum af veðri. Ég hef áður lýst því hversu heppin við höfum verið með veður hérna. Það höfðu verið miklar rigningar og nánast stöðug þoka vikurnar áður en við komum, en nú er bara sólskin og blíða nema þegar skyldurigningin skellur á.
Nema hvað á miðvikudaginn, sama dag og við fórum í einkaklúbb, flatmöguðum við sundlaugina (eini möguleikinn til að komast í sundlaug í bænum er í svona einkaklúbbum) og brunnum í háfjallasólinni, skall á allsvakaleg rigning síðdegis sem varði fram á kvöld. Hér í Alajuela drukknaði einn maður þegar lækur flóði vel yfir bakka sína, og það hérna rétt hjá, og í Cartago, sem er í svona 30 km fjarlægð, gekk yfir hvirfilbylur sem tók þökin af 35 húsum. Enginn slasaðist þó. Daginn eftir gekk hvirfilbylur yfir hverfi í San José, sem er í um 15 km fjarlægð héðan, og eyðilagði 200 hús. Við höfðum verið að spóka okkur í öðru hverfi fyrr um daginn og þangað til fór að rigna.
Ég er nokkuð viss um að það komu engar fréttir af þessu heima...
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
32 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.