Herlaust Kosta Ríka

Mér hefur fundist gaman að fylgjast með umræðunni um brottför kanahersins á Íslandi og sjá hvað stjórnmálamenn verða stressaðir yfir því að við stöndum varnarlaus eftir. Þeir stóðu sveittir í utanríkisráðuneytinu og pældu í því hver myndi vilja gera við okkur samning um loftvarnir, eins og það væri eitthvað bráðnauðsynlegt. Hér í Kosta Ríka er enginn her, rétt eins og núna á Íslandi. En þeir eru ekki í NATÓ. Reyndar eru þeir ekki í neinu hernaðarbandalagi. Hvað gera þeir þá til að tryggja öryggi sitt? spyr nú væntanlega einhver.

Kosta Ríka liggur á milli tveggja ríkja sem lengi áttu í borgarastyrjöldum: Panama og Níkaragúa. Það hafði aldrei áhrif á Kosta Ríka. Í báðum þessum löndum og víðast hvar í Mið- og Suður-Ameríku eru hryðjuverkamenn sem ræna og drepa saklausa borgara og ferðamenn. En það er ekki til í Kosta Ríka. Kosta Ríka er friðsamt ríki enda er hér enginn her. Lögreglan gengur að vísu með vopn en þarf sjaldan að beita þeim. Hér er friður og hefur ekki komið til átaka síðan 1948 þegar borgarar gerðu uppreisn vegna forsetakosningasvindls. Það þykir stórviðburður ef einhver er myrtur, rétt eins og heima á Íslandi.

En hvernig tryggja þeir þá öryggi sitt? Jú, í stað þess að gera VARNARsamning við eitt ákveðið ríki hafa þeir gert FRIÐARsamning við heiminn. Þeir segja einfaldlega: Við erum friðsamt ríki og getum ekki varið okkur, svo vinsamlegast látið okkur í friði. EF hins vegar einhverjum vitleysingnum dytti í hug að ráðast á þá, væri það skýrt lögbrot og Sameinuðu þjóðirnar myndu koma þeim til varnar á nóinu.

Er þetta kannski möguleiki sem íslenskir stjórnmálamenn ættu að íhuga??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

húrra fyrir þeim. fleiri ættu að taka þá til fyrirmyndar. mér dettur nú í hug þessir fyrir botni miðjarðarhafs

bjargarmamma (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Er ekki bara kominn tími til að heimurinn geri friðarsamning eins og hann leggur sig og allir hætti þessari vitleysu? Arrrrrrgggh!  

Laufey Ólafsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband