Talamanca, Spáni

Dvölin í hundraðmannaþorpinu Talamanca var í senn afslappandi og ánægjuleg. Ég get virkilega mælt með afslöppunarferð í þetta miðaldaþorp, en fyrstu sögur sem fara af byggð þar eru frá um 960. Ég segi afslöppunarferð, því það er ekki mikið við að vera þar. Það er torgið þar sem barinn er. Þar er allt fullt af fólki fyrir utan um kaffileytið, karlarnir að drekka vermút og spila dómínó, konurnar að gera eitthvað annað. Þegar ég segi "fullt af fólki" þá á ég við svona fjögur eða fimm borð sem fólk raðar sér í kringum. Svo er það búðin við hliðina, en hún var opnuð fyrir um mánuði síðan, þar er líka hægt að sitja fyrir utan og drekka kaldan bjór eða kaupa sér vínflösku á eina eða tvær evrur og þjóra. Þó að flest sé dýrara þar en í súpermarkaðnum í Barselóna þá er bjórinn ódýrari en á barnum og vinsælt að kaupa hann þar og setjast niður fyrir utan.

Reyndar er allt frekar dautt alla vikuna, enda margir sem búa í Barselóna og koma heim yfir helgina. Eða eiga jafnvel sumarhús þar og skreppa uppeftir um helgar. Um helgar lifnar þannig aðeins yfir mannlífinu. Núna um helgina var reyndar stórviðburður. Á hinu torginu, þessu við kirkjuna, spilaði Simfóníuhljómsveit unga fólksins í Barselóna. Bókstaflega allir fóru að hlusta, og jafnvel þótt maður væri bara á svölunum heima hjá sér þá heyrði maður nánast allt sem fram fór, sama hvar í þorpinu maður bjó. Ég fór að hlusta. Úff, ekki var hún nú beysin. Allt frekar vanstillt og hljómaði falskt. Eiður Smári Guðjohnsen kvartaði víst yfir agaleysi í fótboltaliðinu sínu, Barselóna, um daginn. Það var auðheyrt að agaleysið er víðar en í fótboltanum.

Annað sem hægt er að gera í Talamanca er að fara í göngutúra. Þeir eru samt allir niður á við, sem þýðir að það þarf að fara upp aftur Crying. Það er hægt að fara niður að á, og svo er hægt að fara niður að á... og líka niður að á... og svo niður að á. Svo er reyndar líka hægt að fara í hina áttina og sjá nokkrar gamlar minjar, t.d. leirofna og vatnsmyllu. En hvert sem maður fer, endar gönguferðin á erfiðri göngu upp í móti.

En íbúðin sem við gistum í var mjög flott, í húsi frá byrjun 18. aldar með metersþykkum, hlöðnum steinveggjum. Það var meira að segja lurkur á stigapallinum sem hefur verið notaður sem lukt í árdaga, svona ef ske kynni að rafmagnið færi... Ég ætla að setja inn myndir um leið og ég fæ þær sendar, bæði af húsinu og þorpinu. Á meðan getið þið skoðað þetta, ef þið hafið áhuga: http://www.calantonieta.tk Það þarf að tvísmella á takkana neðst og svo þarf að fara neðar og smella á þríhyrninginn (spila). Og verðið? Fáránlegt! 25 evrur á mann fyrir nóttina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Vala

Skrifarðu sinfóníuhljómsveit með m-i viljandi?

Rúna Vala, 2.8.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Kemur af orðinu symphony...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 2.8.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband