Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Spánverjar
Jæja, þá er dvöl mín hér á Spáni á enda og þar með útstáelsi þessa sumars. Mánuður + þrjár vikur er ansi hátt hlutfall af íslensku sumri. Kannski ég verði meira heima næsta sumar, ef ég helst þá við... En svo þeir sem hafa ferðast til Spánar viti þá er Spánn svo miklu meira en sól og strendur og ég hvet sólardýrkendur til að skoða landið frá annarri hlið næst. Það er svo mikil menning hér og menningararfurinn heillandi, auk þess sem landið er stórt og þó hér séu margar strendur þá er svo miklu meira af fjöllum, skógum, þorpum og fleira sem vert er að kynnast.
Spánverjar eru samt á köflum furðulegt fólk. Ég hef unnið með Spánverjum og mér finnst leiðinlegt að segja það en mér fannst þeir upp til hópa latir. Þeir höfðu sama og ekkert frumkvæði og notuðu hvert tækifæri til að setjast niður, fá sér kaffi, lesa blaðið eða reykja. En um leið og yfirmaðurinn birtist þá fóru þeir á fullt. Svo voru þeir líka síkvartandi: Ég er svo þreyttur / þyrstur / svangur / sveittur, mér er svo heitt / kalt / illt. Maður átti ekki að venjast þessu hjá Íslendingum. Ég finn líka greinilega fyrir þessu hér, á veitingastöðum og börum sérstaklega, en líka á skrifstofum og alls staðar þar sem fólk þarf að afgreiða viðskiptavini. Reyndar skilst mér að það skipti máli hvaðan fólk er, í Kastilíu og Galisíu er fólk víst þjónustulundaðra.
Svo er það þetta með síestuna. Ég held að það tengist letinni. Fólk vinnur frá svona 9 eða 10 til 1 eða 2 og svo frá 5 til 8. Þar af leiðandi virðast manni búðirnar alltaf vera lokaðar og sumar búðirnar eru hreinlega lokaðar allan fyrripartinn, eða er þeim bara lokað snemma? Ég veit það ekki. Það virðist stundum fara eftir því hverju fólk nennir. En yfirleitt eru þær opnar milli 10 og 1:30 og svo aftur frá 5 til 8. Þetta finnst okkur ekki langur afgreiðslutími. Önnur neikvæð afleiðing af þessu er að fólk sér varla börnin sín. Skólinn er frá morgni til klukkan 5 og þá þurfa oft barnapíur að sækja þau og fara með þau á leikvöllinn þangað til foreldrarnir koma heim. Þau sjást þá í svona 1-2 klukkutíma eða þangað til þau fara að sofa. Ekki mjög fjölskylduvænt kerfi.
Ég þurfti að fara til læknis um daginn vegna þrálátrar hálsbólgu. Það var laugardagur svo ég fór á bráðavaktina á opinberum spítala. Það gekk reyndar frekar hratt fyrir sig, ég var heppin að það var fátt fólk að bíða. Ég var auðvitað spurð um sjúkratryggingakortið mitt en ég gat upplýst konuna stolt um það að svoleiðis notuðum við ekki á Íslandi, allir eru hvort sem er sjúkratryggðir. Svo hún tók niður nafn og heimilisfang og svo fékk ég að bíða eftir lækninum. Eftir stutta stund var kallað á mig og ég lýsti einkennum mínum fyrir lækni sem skoðaði hálsinn og skrifaði eitthvað hjá sér. Síðan þurfti ég að fara fram aftur og bíða meira. Skömmu seinna var kallað á mig aftur og þá fékk ég að tala við annan lækni sem spurði mig nokkurn veginn sömu spurninga og skrifaði lyfseðil handa mér. Það var annars vegar upp á pensilín og hins vegar upp á Parasetamól. Ég sagðist nú ekki þurfa Parasetamól þar sem ég hafði enga verki nema þennan í hálsinum. Engu að síður fékk ég lyfseðil upp á Parasetamól, í landi þar sem allt fæst án lyfseðils.
Síðan fór ég heim, og borgaði ekki neitt. Nú er ég að vona að Ísland og Spánn séu með einhvern samning um sjúkratryggingar og að ég fái ekki sendan háan reikning heim til mín eftir mánuð. Í apótekinu fékk ég 12 bréf af pensilíni í duftformi og borgaði (ég hélt fyrst að lyfjafræðingurinn væri að grínast) 1,36 evrur. Þetta er rúmlega 100 kall. Seinna um daginn uppgötvaði ég reyndar að ég hafði fengið of fá bréf, því ég átti að taka þetta þrisvar á dag í viku, en 12 bréf duga ekki nema í 4 daga, það þarf engan lækni til að sjá það. En á lyfseðlinum stóð 12 bréf svo lyfjafræðingurinn sagði áhyggjufullur að ég þyrfti að borga fyrir restina fullu verði. Þar sem ég nennti ekki að fara aftur á spítalann til að fá annan lyfseðil ákvað ég að borga bara. Það voru 3,40 evrur. Ég hætti að hlæja og fór að hugsa um lyfjaverð á Íslandi. Hvers vegna í ósköpunum er lyfjaverð á Íslandi margfalt hærra en á Spáni??
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
32 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á Spáni er latt fólk eins og annar staðar í heiminum,en siestan hefur ekkert með leti a gera,thetta er margra alda gamall siður til að koma í veg fyrir að vinna í mesta hitanum sem er stundum ansi mikill.Ég sé okkur Íslendinga fyrir okkur að vinna úti t.d. í 40 stiga hita. Kvedja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 2.8.2007 kl. 12:34
Þetta er vissulega rétt hjá þér, María, það er alls staðar til latt fólk. En Spánverjar eru a.m.k. upp til hópa latari en Íslendingar og sennilega er skýringuna að finna í menningu þeirra og ekkert við því að gera. Þetta með síestuna er skiljanlegt yfir sumartímann (reyndar fer hitinn venjulega ekki upp í 40 stig nema syðst) en á veturna er hitastigið mun lægra og því ekki hægt að nota það sem afsökun stóran hluta ársins. Ég velti því aðeins fyrir mér hvort letin og síestan tengist eitthvað að þessu leyti. Svo er nú það að það sem við sjáum sem leti sjá þeir sem eitthvað annað svo þetta er líka spurning um mismunandi menningarheima.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 4.8.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.