Vetrarfrí

Nú fara grunnskólarnir að byrja og minn er svo heppinn að hafa fengið inni á frístundaheimili (enn er ég heppin). Upp úr því fór ég á heimasíðu skólans til að athuga hvenær við ættum að mæta, eftir ábendingu frá kunningjaforeldrum mínum úr sama skóla, þar sem ég hafði enga orðsendingu fengið frá skólanum. Þar fékk ég upplýsingarnar sem mig vantaði og fór að skoða skóladagatalið. Þá fékk ég áfallið: Þetta árið er vetrarfríið heil vika um mánaðamótin október-nóvember. Mitt vetrarfrí er tveir dagar um miðjan október. Sér einhver eitthvað athugavert við þetta?

Ég auglýsi hér með eftir úrræðum fyrir börn sem þurfa að fara í vetrarfrí í heila viku á meðan foreldrar þeirra þurfa að vinna og eldri systkini í framhaldsskóla eru á fullu í skólanum, svo þau þurfi ekki að hendast hingað og þangað í pössun í heila viku!

Eru ekki forsendurnar fyrir vetrarfríi í skólum brostnar þegar aðrir heimilismenn eru ekki í fríi á sama tíma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

og aftur

Hver stendur fyrir þessu rugli annars? 

Laufey Ólafsdóttir, 20.8.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég held að skólarnir sjálfir ráði þessu, án þess að ég fullyrði nokkuð með vissu. Eitthvað heyrði ég samt í fyrra um að tíminn fyrir vetrarfrí væri orðinn samræmdur. Það verður samt auðvitað að samræma allt þjóðfélagið þessum vetrarfríum ef þau eiga að þjóna einhverjum tilgangi.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 20.8.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Einmitt. Það eru nefnilega engar haldbærar skýringar á þessu. Sennilegt þykir mér að Menntamálaráðuneytið gæti haft ei-ð með þetta að gera. Þetta gengur a.m.k. ekki upp eins og það er. Ætlar ÞKG kannski að passa fyrir okkur?

Laufey Ólafsdóttir, 20.8.2007 kl. 23:23

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Við mætum bara til hennar í ráðuneytið með börnin.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 21.8.2007 kl. 22:46

5 identicon

Já hann er alveg frábær þessi "svalur"  .. he he .. Maður getur nú ekki ætlast til mikils af svona fólki ;) Og hvað þá að það geti sett upp reikningsdæmi. Ég ætti kannski að fá hann í bókhaldið hjá mér, hann virðist hafa mikið peningavit ..  Sennilega gæti hann skipt mínum 135 þúsund á marga vegu ..

Ég held að við séum bara HEPPNAR að vera ekki eins og hann

Kveðja Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 18:23

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hrafnhildur! Ja ef ekki Svalur þá er Hannes Hólmsteinn Gissurarson alltaf með góðar lausnir

Laufey Ólafsdóttir, 23.8.2007 kl. 02:01

7 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Eina ráðið til að fá inni á frístundaheimili er að sækja um í febrúar, ég get alveg sagt þér það. Ég held að við verðum að stofna einhvern hóp til að sjá um börn hvers annars, hver og einn þyrfti bara að taka frí í vinnunni í einn dag, hókus pókus . Nema við stofnum þrýstihóp til að þrýsta á ríki og sveitarfélög um að samræma vetrarfrí á öllum skólastigum og á vinnuveitendur um að gefa okkur foreldrum frí á sama tíma. Barnlausir geta svo fengið frí á öðrum tíma...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 25.8.2007 kl. 01:02

8 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Nema auðvitað Þorgerður Katrín vilji passa...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 25.8.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband