Get ég fengið styrk...

... til að flytjast til heitara og rakara lands? Ég er viss um að það er ódýrara fyrir ríkið að senda mig til Mið-Ameríku og setja mig á bætur þar en borga fyrir mig allar leysermeðferðirnar sem ég þarf að fara í til að laga á mér húðina. Gróft reiknað eyðir ríkið um 200 þúsund krónum á ári í þetta, nema ég láti líka taka fitukirtlana á enninu, þá er það meira. Fyrir þessa upphæð get ég lifað í næstum ár í Kosta Ríka. Er ekki peningunum betur varið þannig?

Hvort er betra, að áreita húðina með rándýrum tækjum eða leyfa henni að jafna sig á náttúrulegan hátt, fyrir sama pening?

Ég auglýsi hér með eftir styrkjum, ég tek við hvaða peningum sem er. Ef þið viljið vita eitthvað um landið áður en þið ákveðið að gefa mér peninga, hlustið þá á Rás 1 næstu tvo laugardaga klukkan 16:10 og á www.ruv.is til að heyra þáttinn frá laugardeginum var. Halo

Þetta lag var rosavinsælt á skiptinemaárinu mínu og þar sem mér tekst ekki að setja það inn í spilara þá ákvað ég að setja inn myndbandið. Ferlega skemmtilegt lag: 

http://www.youtube.com/watch?v=xV924pWpMDc

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

get ekki gefið fjárhagslegan styrk, en sendi þér andlegan styrk.......... vona virkilega að hann komi að gagni.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 1.9.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Halla Rut

Hver vill vera á Costa Rika í ár....

Halla Rut , 1.9.2007 kl. 02:01

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég! Hlustaðirðu ekki á lagið sem ég gat ekki sett inn sem myndband? Það er sko fjör í Kosta Ríka...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 1.9.2007 kl. 13:51

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Við höldum fyrir þig styrktartónleika . Kannski vilja þessir gaurar troða upp. Ja eða stuðmenn ef það er ekki hægt. Þeir eru næstum því jafnglaðlegir.

Laufey Ólafsdóttir, 1.9.2007 kl. 14:26

5 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Hey, mér líst vel á styrktartónleika en ég vil frekar Bubba en Stuðmenn...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 1.9.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband