"Coz we're flyin', like Lindy did"

Komið þið sæl. Ég heiti Björg og er lindyhoppari. Mig langar að segja ykkur aðeins frá þessari hræðilegu fíkn sem Lindy Hop er og deila með ykkur þrautagöngu minni.

Ég byrjaði að stunda Lindy Hop fyrir tæpu ári síðan. Eftir það var ég ekki sama manneskjan. Lindy Hoppið heltekur mann og veldur rosalegri vímu sem lýsir sér í því að manni finnst maður svífa í loftinu og snúast hring eftir hring við fjöruga tónlist. Þetta er auðvitað mjög ávanabindandi því víman veldur mikilli vellíðan á meðan á henni stendur. En eftir að henni lýkur finnur maður fyrir þreytu í vöðvum, sérstaklega fótleggjum, mæði og tímabundnum svima. Ekki skemmtilegt það!

Þetta byrjaði bara smátt, stöku æfing af og til, vinur minn átti það til að hringja í mig og fá mig með sér og brátt fór hann að hringja á virkum kvöldum. Smátt og smátt fór mér að finnast þetta svo gaman að ég vildi fjölga æfingum og þetta varð fljótlega reglulegt, svona einu sinni í viku. Síðan fóru fleiri að slást í hópinn, litla systir mín byrjaði í þessu með okkur (fyrirgefðu mér, systa!) og kærastinn hennar og svo fór að tínast í hópinn eitthvert ókunnugt fólk. Eða fólk sem ég þekkti a.m.k. ekki. Umfangið óx og óx. Núna eru lindyhopparar komnir með heimasíðu með spjallborði þar sem þeir ræða þetta hrikalega dóp, ráða ráðum sínum, skipuleggja æfingar, reyna að selja stöffið (sem er reyndar ókeypis) og reyna með öllum ráðum að stækka hópinn. Ég veit ekki hvort ég á að vera að gefa upp slóðina á þessa heimasíðu, börn gætu verið að lesa þetta.

Hér getið þið séð fólk í allsvakalegri Lindy Hop vímu, sem víti til varnaðar. Þetta myndskeið er frá árinu 1941, en Lindy Hop hefur verið við lýði síðan 1926 og er því alls ekki nýtt af nálinni: Hellzapoppin. Sjá einnig tengla hér vinstra megin.

 Hér eru meiri upplýsingar um efnið.

Ég er enn ekki orðin edrú, ég er heltekin...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Lindyhopp er náttúrlega alveg það glaðlegasta sem til er

Spurning um að hafa stuðningsfundi strax á eftir hverjum tíma... Ekki hætta samt!

Laufey Ólafsdóttir, 20.9.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband