Rússíbani

Mér finnst ég vera í rússíbana, mér rétt tekst að gera hlutina áður en þeir þjóta framhjá á ofurhraða. Stundum gleymi ég samt einu og einu atriði og þarf þá að redda því einhvern veginn fyrir horn. Svona er kennarastarfið! Önn eftir önn er þetta svona og ég hef engan tíma til að lifa. Hversu lengi getur maður haldið svona áfram?

Ég segi það ekki að kannski er þessi önn aðeins verri en margar aðrar þar sem ég hef verið mjög dugleg að finna mér eitthvað að gera. Hér eru nokkur dæmi:

  • Varaformennska í Félagi einstæðra foreldra.
  • Ju jitsu tvisvar í viku.
  • Lindy hop alltaf þegar ég hef tíma (!!).
  • Fiðlutímar hjá Erik og æfa sig inn á milli.
  • Æfa mig á fiðluna (ég þarf líka að læra...)
  • Heimilisstörf.
  • Ala upp barn.
  • Helluleggja garðinn.
  • Setja upp panil í borðstofunni.
  • Læra ítölsku í fjarnámi.

Þetta er ekki í röð eftir mikilvægi. En ég held að þrátt fyrir að það sé mikið að gera utan vinnu þá sé nauðsynlegt fyrir aktíva manneskju eins og mig að hafa eitthvað skemmtilegt að gera. Og svo eyði ég tímanum í að blogga!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég hef alltaf sagt að stóra kosningamálið ætti að vera styttri vinnuvika vs. fleiri tímar í sólarhringinn. Annað hvort verður að gerast, það er á hreinu.

Laufey Ólafsdóttir, 10.10.2007 kl. 08:08

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Gott væri að fá líka aukadag í vikuna. Hann væri hægt að nýta sem hvíldardag.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 10.10.2007 kl. 10:04

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Við myndum örugglega nota hann í vinnu

Laufey Ólafsdóttir, 11.10.2007 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 23401

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband