Laugardagur, 3. nóvember 2007
Saga af rusli
Ég flokka ruslið mitt. Það er ekki svo mikið mál, í alvöru. Það hjálpar reyndar að eiga bíl, til að skella ruslinu í og keyra það í Sorpu. En það er ekki nauðsynlegt. Ekki lengur. Nú er hægt að fá svona tunnu sem maður setur í garðinn hjá sér. Og hún er líka tæmd! Ég man þegar borgin bauð upp á endurvinnslutunnur en enga tæmingu. Undarlegt að þær skyldu ekki njóta vinsælda... En nú er það Gámaþjónustan sem býður upp á þetta.
- Allir matarafgangar sem eru ekki kjöt eða fiskur fara í moltutunnu sem Reykjavíkurborg býður á kaupleigu. Tíu þúsund kall á fimm árum!
- Dagblöðin fara í endurvinnslutunnuna. Reyndar fæ ég svo mikið af þeim að ég verð að fara öðru hverju með þau í gáminn hérna í næstu götu. Annars myndi tunnan fyllast á viku. En þangað til safnast þau fyrir í blaðakörfunni og þegar hún er full er dreginn fram svartur ruslapoki sem er geymdur einhversstaðar í íbúðinni.
- Mjólkur- og safafernurnar fara líka í tunnuna. Þær geymast í ruslaskápnum. Á þessu heimili eru það aðallega safafernur, mjólk er ekki vinsæl í magana á heimilinu. Reyndar aðallega stóra magann, sá litli er bara hræddur við lirfur.
- Bylgjupappi fer allur í endurvinnslutunnuna, kemur ekki svo mikið inn af honum.
- Plastpokar og -ílát með sérstökum merkjum safnast í poka á eldhúsgólfinu þangað til hann er orðinn nógu fullur til að fara í tunnuna. Á sama stað lenda pappaumbúðir þangað til þær fá heimili.
- Glerkrukkur og niðursuðudósir fylla ruslaskápinn öðru hverju. Þegar plássið er lítið hengjast dósirnar utan á en glerið neyðist til að vera inni þangað til hægt er að gera sér bílferð í Sorpu. Það má ekki fara í tunnuna, öryggisins vegna.
- Drykkjarílát fara auðvitað í Sorpu þar sem hægt er að græða á þeim. Þau fara fyrst í ruslaskápinn en síðan í poka og inn í skápinn undir stiganum með útilegudótinu og rafmagnsofnunum. Þar fá þau síðan að dúsa þar til pokarnir eru orðnir nógu margir til að það taki því að gera sér bílferð í Sorpu. Það getur tekið allan veturinn. Á mínu heimili er glerið undan rauðvíni og bjór, dósirnar undan bjór og plastið undan Egils Kristal.
Þrátt fyrir allt þá er ekki mikil vinna í þessu. Ekki í að flokka, a.m.k. Ég býst við að ennþá sé betra að eiga bíl ætli maður að flokka fyrir alvöru. Hvað ætti maður annars að gera við glerið? Og dagblöðin? Þau eru þung. Ekki nema maður fari nánast daglega í gáminn. Kannski ættu auglýsendur að hætta að framleiða svona mikið af bæklingum, þeir fara hvort sem er ólesnir í ruslið. Það er hægt að fara með drykkjarílátin í stórar tunnur úti á götu, en þá er ekkert á þeim að græða.
Það ætti að vera skylda að hafa svona endurvinnslutunnu við hvert heimili. Ef ráðamönnum væri alvara með að hvetja fólk til að flokka rusl ættu þeir að hjálpa aðeins til.
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
31 dagur til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og ég segi, þetta er ekki eins mikið mál og sumir halda. Afleiðingin er sú að almennt sorp minnkar til muna. Ég er viss um að ef þú ræðir við nágranna þinn um að flokka a.m.k. dagblöðin þá tekur hann vel í það. Allavega gerist ekkert ef þið spyrjið hann ekki... Það getur tekið smá tíma að venja sig á þetta en ég er viss um að það tekst. Það er bara um að gera að hafa trú á sjálfum sér!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 6.11.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.