Föstudagur, 23. nóvember 2007
Erfitt val
Hér er að vísu ekki tekið tillit til vinnutíma en það breytir samt ekki því að konur þéna minna en karlar. Ástæðan fyrir því að þær vinna minna er væntanlega sú að þær bera meiri ábyrgð á heimilinu. Það hefur alltaf verið framar í forgangsröðinni hjá konum en körlum að samræma vinnu og heimili, þótt það sé eitthvað að breytast, skilst mér. Hef reyndar ekki reynsluna...
En hvernig skyldi þetta þá koma út hjá einstæðum foreldrum, sem eru langflestar konur? Eitt er víst að þær vinna almennt meira en konur í hjúskap. Þar er ekkert um það að ræða að samræma vinnu og heimili. Annað hvort sinnir maður vel vinnunni eða heimilinu. Erfitt val...
Stærsti hópur þeirra sem eru í fjárhagsvandræðum eru einstæðir foreldrar. Kemur ekki á óvart...
Launajafnrétti árið 2072? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
32 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú veit ég ekki betur en að stærsti hluti þeirra sem eigi í fjárhagsvandræðum séu reyndar einstæðir karlmenn(feður?) og vilja sumir meina að það sé einn þáttur hás hlutfalls sjálfsvíga í meðal einstaklinga úr þeim hópi.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 01:16
Vá Björg. Við verðum næstum 100 ára! Ekki seinna vænna að ná þá loksins körlunum
Auðvitað er samband þarna á milli. Við höfum ekkert val, verðum bara að vera hálft í hvoru.
Laufey Ólafsdóttir, 24.11.2007 kl. 01:29
"stæðan fyrir því að þær vinna minna er væntanlega sú að þær bera meiri ábyrgð á heimilinu. Það hefur alltaf verið framar í forgangsröðinni hjá konum en körlum að samræma vinnu og heimili, þótt það sé eitthvað að breytast, skilst mér. Hef reyndar ekki reynsluna..."
Ég er af 85 árgerð og mín reynsla af jafnöldrum mínum er sú að í flestum tilfellum eru heimilisverkum skipt jafnt, einnig eru vinnustundir svipaðar í flestum tilfellum. Ef við horfum eingöng til unga fólksins þá er augljóst að samfélagið okkar er að breytast þvílíkt, en eins og með flestar baráttur þá sést ekki heildarútkoman fyrr en eftir nokkrar kynslóðir. Ég er orðinn þreyttur á þeirri neikvæðni sem kemur frá Jafnréttisstofnun og Feministafélaginu. Fólk verður að átta sig á því að þessir aðilar hafa sérhagsmuni, hvaðan eiga þeir að fá fjármagn þegar kemur í ljós að fullu jafnrétti hefur verið náð? Þetta er svona svipað og að taka alvarlega skýrslu frá olíufélögum um hvernig það gengur að þróa rafmagnsbíla.
"En hvernig skyldi þetta þá koma út hjá einstæðum foreldrum, sem eru langflestar konur?"
Já konur ríkja þegar kemur að einstæðum foreldrum, en er það ekki misrétti gagnvart körlum? Ég held að þessi staða sé alvarlegt mannréttindabrot gagnvart karlmönnum, miklu verra en nokkra prósentu launamunur á frjálsum vinnumarkaði. Einnig eru karlmenn komnir í minnihluta háskólanema en það er víst flokkað sem "gott jafnrétti" hjá Feministafélaginu.
Svo já fullu jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð (í báðar áttir) en hinsvegar er ég ósáttur við þær áheyrslur sem lagt er á. T.d. er bara kjánalegt að væla yfir "klámfengnum" auglýsingum á meðan menn eru að missa börnin sín vegna kyns.
Geiri (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 06:09
Auðvitað er það málið, við neyðumst til að vera hálft í hvoru. En samt held ég að það verði oft svo að fólk velur það að sinna vinnunni, vegna þess að án hennar er ekki hægt að sinna börnunum. Margir einstæðir foreldrar þurfa að vinna mjög mikið til þess að ná endum saman, bæði konur og karlar, svo það hlýtur að bitna á börnunum okkar. Það er eitthvað ekki alveg í lagi í kerfinu. Fyrsta skrefið gæti verið að bæði skóli og leikskóli væru foreldrum að kostnaðarlausu.
Bara svo það komi fram, þá heyrði ég einhvern tímann um rannsókn sem sýndi að konum var almennt ofar í huga en körlum að samræma vinnu og heimili.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 24.11.2007 kl. 12:32
Já ég get alveg trúað því, en hinsvegar er enginn neyddur til þess að hugsa þannig. Ef konan vill leggja jafn mikla áheyrslu á framan þá verður hún bara að láta kallinn heyra það og fá hann til þess að skipta heimilisverkum jafnt. Ég allavega sé ekkert fórnalamb þegar konan kýs þessa forgangsröð (gildir ekki um einstæðar mæður).
Því miður eru margar konur hér á landi sem finnst þær ekki þurfa að vinna aukastundir eða fá launahækkun vegna þess að þeirra tekjur eru bara "aukatekjur" fyrir heimilið. Þetta viðhorf þarf að breytast hjá konunum sjálfum ef þær vilja sömu stöðu og karlar á vinnumarkaðnum.
Geiri (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:30
Já, það er auðvelt að kenna konunum sjálfum um misréttið, en við megum ekki gleyma því að allir þurfa að vinna saman til að markmiðin náist í jafnréttismálum, hvort sem um er að ræða rétt kvenna eða karla. Allir þurfa að breyta hugsunarhætti sínum, annars breytast hlutirnir mjög hægt eða alls ekki.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 24.11.2007 kl. 15:53
Svo held ég að hluti af vandamálinu sé að konur setja sig alltaf í hlutverk "arkitekts" á heimilinu þó að karlinn eigi að gera helming húsverka. Hef oft séð konur standa yfir makanum (á nokkra bræður) og leiðbeina þeim svo að húsverkin séu framkvæmd nákvæmlega eins og þær vilja, í raun gætu þær bara gert þetta sjálfar á styttri tíma en þetta er eitthvað prinsip að láta kallinn gera það (þó þau séu í raun bæði að gera það).
Geiri (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 18:54
Það er auðveldara fyrir konur að enda með ábyrgð á barnauppeldi þar sem þær ganga með og fæða barnið og er þetta raunin þegar börn fæðast utan fasts sambands, sambúðar eða hjónabands. Það er auðvelt að skrifa svona á einhvern viðhorfsvanda en þetta eru vandasöm mál. Fólk sem er að ala upp börn algerlega eitt á ekkert að þurfa að vinna myrkranna á milli til að ná endum saman hvort sem um er að ræða karlmenn eða konur. Því miður eru þetta þó yfirleitt konur, bæði af líffræðilegum og rótgrónum ástæðum. Jú, viðhorf eru smám saman að breytast en við erum að tala um hér og nú. Það þarf að laga þetta ástand NÚNA.
Laufey Ólafsdóttir, 24.11.2007 kl. 23:36
Geiri, hvers vegna taka karlmenn þá ekki völdin í sínar hendur og heimta að gera helming húsverkanna og að þeim sé treyst 100% fyrir öllu, ef þá langar svona mikið til þess?
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 25.11.2007 kl. 00:51
Tja já það hlýtur nú að vera auðveldara fyrir konur að enda með ábyrgðina á á barnauppeldi. Ekki síst ef barn fæðist utan hjónabands eða sambúðar, einfaldlega vegna þess að mögluleiki karla til að bera einhverja ábyrgð er ekki til staðar.
Meðganga og fæðing er eitt, að því loknu er ekkert sem segir að faðirinn geti ekki sinnt uppeldi barnsins alveg jafn vel og móðirin.
skh (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.