Konu-hvað?

Þann 5. desember sl. var haldið svokallað "konukvöld" í Blómavali. Nú eru þessi "konukvöld" mjög útbreidd og haldin af hinu og þessu tilefninu. En ég velti fyrir mér tveimur atriðum varðandi þetta fyrirbæri.

Í fyrsta lagi, fyrir hvaða konu er þetta haldið? Woundering

Í öðru lagi, er ekki verið að ýta hér undir einhverja staðalímynd kvenna? Í Blómavali var t.d. í boði kynning á töskum og Bacardi Breezer, hægt var að smakka sykurlaust súkkulaði, sýndar jólaskreytingar og kynning á vörum frá Himneskri hollustu. Gott ef ekki voru líka kynntar einhverjar snyrtivörur og krem.

Ég man að ég las auglýsinguna og hugsaði með mér: Ég hef ekki nokkurn áhuga á þessum hlutum, samt er ég kona. Kannski er til fullt af karlmönnum sem hefur áhuga á því sem verið var að kynna þarna. Hvað er t.d. sérstaklega kvenlegt við Bacardi Breezer eða sykurlaust súkkulaði? Eða jólaskreytingar og hollar matvörur?

Það þarf alltaf að vera að kynkenna hluti í samfélaginu sem engin ástæða er til að kynkenna. Með því er verið að ýta undir staðalímyndir og gera kynjabilið (gender gap) ennþá breiðara. Ég er líka á móti kvenfélögum. Ég sé ekki tilgang með því að banna karlmönnum aðgang að félögum sem hver sem er getur gengið í, ef hann er kona. Það er ekki eins og verið sé að gera eitthvað á fundum sem karlmenn mega ekki vita... Á sama hátt er ég á móti félögum sem leyfa bara karlmenn. Ef þetta eru vinahópar þá gegnir öðru máli. Stundum þurfa konur / karlar að skemmta sér án hins kynsins. En frjáls félagasamtök eiga ekki að stækka kynjabilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Almáttugur! Myndi sko ekki meika svona kvennakvöld og segi það sama. Fyrir hvaða konur er þetta haldið???

Laufey Ólafsdóttir, 10.12.2007 kl. 08:32

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Laufey: Þetta eru kvöld fyrir konu, ekki konur, af nafngiftinni að dæma. En sú spurning á náttúrlega líka rétt á sér, fyrir hvaða konur þessi kvöld eru .

Ásdís: Jú, mig rámar eitthvað í þetta, held að þetta hafi verið strippkvöld og ég man að ég skammaðist mín oní tær fyrir hvernig kynsystur okkar létu yfir vöðvabúntunum. Hafði bara aldrei upplifað annað eins . En í guðanna bænum, ekki nota þessa klisju, konur eru konum verstar. Aldrei er sagt að karlar séu körlum verstir þó að þeir geri eitthvað á hlut hvers annars...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 10.12.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

konukvöld já auðvitað! Það skýrir margt! Hvaðan koma þá allar hinar? Boðflennur?

Laufey Ólafsdóttir, 10.12.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband