Laugardagur, 29. desember 2007
Hvað er öfgafemínisti?
Mig langar að varpa fram hérna spurningu til þeirra sem taka hana til sín: Hvað er öfgafemínisti? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að teljast öfgafemínisti?
Er nóg að krefjast þess að leið kvenna til æðstu staða í þjóðfélaginu sé greidd? Það hefur jú verið sannað að fyrirtæki sem hefur konu í æðstu stöðu er líklegra til að græða en ef karl er við stjórnvölinn. Er nóg að benda á þá staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem nauðga og berja konur eru karlar? Eða misskilst það bara þannig að alir karlar nauðgi og berji konur? Er kannski nóg að krefjast þyngri dóma yfir kynferðisbrotamönnum og þeim sem misþyrma konum sínum? Er nóg að krefjast sömu launa fyrir sambærileg störf? Er nóg að benda á að hefðbundin kvennastörf séu minna metin en hefðbundin karlastörf?
Er nóg að krefjast jafnréttis karla og kvenna? Eða misskilst það bara þannig að femínistar vilji í raun forréttindi kvenna?
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek þetta ekki til mín, en málefnið liggur mér nærri hjarta. Það virðist sem að það sé nóg að tala beint út um kynjamisrétti í þjóðfélaginu til að vera kallaður öfgafeministi. Þeir sem vilja ekki bíða eftir að jafnrétti komist á af sjálfu sér eru hreinlega illa séðir.
Góðar stundir og gleðilegt ár kæra Þuríður Björg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 01:09
Ég lít á svar þitt sem tilraun til að vera fyndinn, Óskar.
Gleðilegt ár, sömuleiðis, Jenný .
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 29.12.2007 kl. 01:46
Ég vil í fyrsta lagi nota svar Elísabetar til að meta svar Óskars
Orðið öfgafeministi er annars byggt á misskilningi. Annað hvort ertu feministi eða ekki. Þeir sem kallaðir (-ar í flestum tilvikum) öfgafemmur eru auðvitað einfaldlega feministar. Hinir eru það ekki. Einfalt mál. Það þýðir ekkert að titla sig feminista án þess að vilja breytingar strax. Ég tek einnig undir með fyrsta ræðumanni .
Laufey Ólafsdóttir, 29.12.2007 kl. 20:04
Ég heyrði eitt sinn viðtal við femínista í útvarpinu, mann ekkert hvað þær hétu en þær sögðu meðal annars að konur ættu ekki að mála sig. Þáttarstjórnandinn spurði þá þær hvort þær máluðu sig aldrei og var svarið að þær settu stundum smá maskara en ekki meira. Já, svo það mátti setja smá maskara, af því að þær gerðu það. Öfgafemínisti er þegar fáar konur ætla að stjórna hvað fjöldinn gerir og setja öðrum komum línurnar hvað má og hvað ekki. Öfgafemínisti er þegar fáar konur útskrúfa aðrar konur sem lifa ekki í sama lífstíl og þær sjálfar. Það er hægt að krefjast jafnréttis án þess að ætla sér að stjórna og fordæma líf annarra.
Halla Rut , 2.1.2008 kl. 14:27
þetta voru ekki feministar Halla heldur kontrólfrík. Þau finnast alls staðar
Laufey Ólafsdóttir, 2.1.2008 kl. 15:32
Það er nefnilega til fólk, mjög margt fólk, sem dæmir ákveðinn hóp eftir örfáum einstaklingum. Nú heyrði ég ekki þetta viðtal í útvarpinu en mér finnst auðvitað fáránlegt að segja að konur ættu ekki að mála sig, en á hinn bóginn ætla ég ekki heldur að dæma viðkomandi fyrir að segja þetta þar sem ég hef ekki samhengið. Ég persónulega mála mig ekki dags daglega en mér finnst að konur eigi að ákveða það sjálfar. En að dæma alla femínista eftir þessum þætti er eins og að dæma alla múslima eftir strangtrúuðum minnihluta sem er greinilega í andlegu ójafnvægi.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 2.1.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.