Æi Guðlaugur, þú getur gert betur en þetta...

Þegar ég heyrði þessa frétt í útvarpinu varð ég mjög ánægð með heilbrigðisráðherrann okkar. Hið ótrúlega hafði gerst: Sjálfstæðismaður hafði afnumið óréttlát gjöld í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mjög gott mál fyrir einstæða foreldra, hugsaði ég með mér. Eitt lítið skref í átt að kjarabótum fyrir þá.

En ég heyrði ekki alla fréttina. Ég veit ekki hvernig hún endaði í útvarpinu í hádeginu, en á mbl.is gafst mér tækifæri á að sjá fréttina til enda. Það var þá sem ég sá hvað hangir á spýtunni. Því auðvitað hlýtur eitthvað að hanga á spýtunni þegar hægrimaður gerir svona góðverk. Auðvitað hækka þá komugjöld fyrir fullorðna.

Hvað mælir á móti því að fólk þurfi að borga of mikið í heilbrigðisþjónustunni? Jú, það skapast hætta á því að efnalítið fólk sleppi því að fara til læknis, vegna þess að það sé of dýrt. Það er stórkostlegt að nú geti allir farið með börnin sín til læknis óháð efnahag, en á móti kemur að foreldrarnir hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara sjálfir. Svo ég tali ekki um öryrkja og aldraða. Það eru dæmi um að fólk hætti við að leysa út lyfin sín vegna þess að það hefur ekki efni á því. Hversu margir hafa sleppt því að fara til sérfræðings, til dæmis? Það vitum við ekki. En við vitum að þeir eru dýrir. Sjúkrabílar eru a.m.k. helmingi dýrari. Ég velti því fyrir mér hvort réttlætanlegt sé að rukka fólk fyrir neyðarþjónustu. Hvað skyldi mannréttindadómstóll Evrópusambandsins segja um það?


mbl.is Börn greiði ekki komugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sjúkrabílarnir kosta 5-6.000 kall. Sérfræðingarnir eru helvíti dýrir...bara að fara í fyrsta skipti til kírópraktors kostar yfir fimm þúsund.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.12.2007 kl. 05:16

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta heitir einföld hagfræði en ekki félagshyggja. Almáttugur fyrirbyggi að það komi upp rekstrarhalli í heilbrigðiskerfinu  Ég er semsagt full gremju. Það á enginn að þurfa að borga þessi gjöld. Þetta er ástæðan fyrir að við borgum skatta. Ég gæti sagt fleira en ég nenni því ekki. Fuss.

Laufey Ólafsdóttir, 1.1.2008 kl. 07:36

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Hann leggur mikla áherslu á hvað þetta komi til með að kosta heilbrigðiskerfið en gleymir að nefna hversu mikið kemur inn í staðinn vegna hækkana annarra gjalda. Og ég hef grun um að sjúkrabíll kosti meira en 5-6000 kall, en einu upplýsingarnar sem ég finn um það á netinu er hjá Rauða krossinum, en þar stendur að gjaldið sé 3500 krónur. Það er ekki raunveruleikinn! Svo tek ég undir með Laufey: ##!!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 2.1.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér. Fannst þetta ekki til neins. Hann gat alveg eins sleppt þessu. Ætli hann hafi ekki reiknað út að það mundi fást meiri peningur ef gjöld fullorðinna yrðu hækkuð þótt börn fengju frítt og þannig erum við í raun að greiða meira en hann situr uppi með geislabaug og þykist vera gull af manni. Góðmennskan uppmáluð. GULLI GÓÐI.

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband