Laugardagur, 26. janúar 2008
Sinfónía nr. 2
Anton Mikailovich spýtti, sagði oj, spýtti aftur, sagði oj aftur, spýtti aftur, sagði oj aftur og fór. Til fjandans með hann. Í staðinn ætla ég segja frá Ilya Pavlovich.
Ilya Pavlovich fæddist 1893 í Konstantínópel. Þegar hann var enn strákur fluttu þau til Sankti Pétursborgar og þar útskrifaðist hann frá Þýska skólanum við Kirchnavagötu. Síðan vann hann í einhverri búð; síðan gerði hann eitthvað annað; og þegar byltingin hófst flutti hann úr landi. Jæja, til fjandans með hann. Í staðinn ætla ég að segja frá Önnu Ignatievnu.
En það er ekki sérlega auðvelt að segja frá Önnu Ignatievnu. Í fyrsta lagi veit ég eiginlega ekkert um hana, og í öðru lagi var ég að detta af stólnum mínum og er búinn að gleyma hvað ég ætlaði að segja. Svo ég ætla í staðinn að segja frá sjálfum mér.
Ég er hávaxinn, sæmilega gáfaður; ég klæði mig skynsamlega og smekklega; ég drekk ekki, ég veðja ekki á hesta, en ég er nokkuð upp á kvenhöndina. Og konum líkar bara vel við mig. Þeim finnst gaman að fara út með mér. Serafima Izmaylovna hefur boðið mér heim nokkrum sinnum og Zinaida Yakovlevna sagði líka að hún væri alltaf ánægð að sjá mig. En ég flæktist í undarlegt atvik sem snerti Marinu Petrovnu, sem mig langar að segja frá. Ósköp venjulegur atburður en nokkuð skemmtilegur. Marina Petrovna missti allt hárið vegna mín varð sköllótt eins og barnsrass. Það gerðist svona: Einu sinni fór ég að heimsækja Marinu Petrovnu og bang! hún missti allt hárið. Þannig var nú það.
Daniil Kharms (1905-1945)
http://www.sevaj.dk/kharms/stories/symphon2.htm
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
336 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skondin lesning á sunnudagsmorgni!
Where did I put my pipe?
Pujortautiga sumut ilivara?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.1.2008 kl. 11:09
Daniil Kharms er héðan í frá uppáhaldssmásagnahöfundurinn minn . Hemingway hvað??
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 28.1.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.