Bóhemlíf? Ég held ekki...

Ég komst að því fyrir stuttu að það er ekki ennþá kominn tími á bóhemlíf hjá mér. Það var indælt á meðan á því stóð, í janúar, en maður lifir ekki á því að vera bóhem. Eftir að hafa fengið síðasta mánuðinn greiddan, eða helminginn af sumarorlofinu, eftir því hvernig á það er litið, komst ég að því að mig vantaði vinnu. Víst er ég í hlutastarfi við að kenna yfir netið, en það er ekki nóg til að lifa á og því ákvað ég að láta undan þrýstingi og fara að vinna á frístundaheimili. Og það er betur borgað en ég átti von á!

En það veldur hins vegar því að ég er aftur komin í nánast sama farveginn og ég var í áður og stressið fer afar illa í þann stutta, sem er aftur byrjaður að fá bræðisköst. Um daginn fékk hann kast vegna þess að hann var búinn að týna einhverju úr nýja Bionicle-kastalanum sem hann keypti fyrir afmælispeningana sína. Með bræðiskasti á ég við að hann öskrar, lemur, hendir niður hlutum og þess háttar. Ég er búin að læra að það þýðir ekki fyrir mig að æsa mig, heldur er nauðsynlegt að ég haldi ró minni en sé ákveðin við hann um leið. Og um leið og ég sé tækifæri til að gera grín að einhverju, einhverju sem honum finnst líka fyndið, verð ég að grípa það og nota til að fá hann til að hlæja og þá fyrst róast hann niður.

Húmorinn er til margra hluta nytsamlegur...

En það sem ég hef lært á þessu er eftirfarandi: Annað hvort á maður pening þannig að maður þarf ekki að velta fyrir sér hverri krónu, eða nýtur lífsins stresslaust, hefur tíma fyrir börnin, lærir frönsku og dansar af lífs og sálar kröftum, eða hvað það nú er sem fólki finnst gaman að gera. Sem einstæð móðir hef ég ekki tíma fyrir hvort tveggja.

Ég hlakka til að verða blönk...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Heyr heyr systir! Það er sumt eða annað... þannig er það nú bara.

Laufey Ólafsdóttir, 14.2.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband