Að vera skrýtinn

Sérstaklega þótti ég skrýtin í ónefndu Mið-Ameríkuríki vegna þess að ég talaði svo lítið. Ég bjó þar í eitt ár til að byrja með, sem skiptinemi, og þökk sé góðum vini (!) frétti ég að fólki fyndist ég furðuleg manneskja vegna þess að hríðskotabyssan gekk ekki út úr mér þegar yrt var á mig. Ég var þá afar ung og óreynd og fannst bara algjör óþarfi að kjafta út í eitt við fólk sem ég þekkti sama og ekki neitt. Verst fannst mér þegar einhver vatt sér upp að mér á mannamótum og sagði glaðlega: "Þú ert þögul!" Eins og það myndi eitthvað hjálpa! Þá var ég vön að líta á viðkomandi, kreista fram þvingað bros og segja: "Þú tekur aldeilis vel eftir!"

Nú, 14 árum síðar, hef ég þjálfast töluvert í kurteisishjali, sem virðist vera nauðsynlegt tæki til að lifa af í þessum harða heimi. Hér á Íslandi dugir þekking mín til og vel það, en í Mið-Ameríkuríkinu telst ég enn vera á byrjendastigi og þarf að hafa mig alla við til að dragast ekki aftur úr. Eftir hvert samtal er ég svo andlega uppgefin að ég neyðist til að láta mig hverfa í klukkutíma eða svo, til að jafna mig í einrúmi.

Minn fyrrverandi var ekkert öðruvísi en aðrir samlandar hans. Hann gat látið dæluna ganga endalaust, en það var ekki fyrr en brestir voru farnir að koma í sambandið að ég tók eftir því að ég var oft þreytt eftir mikla samveru við hann. Svo varð ég ólétt og þá slitnaði upp úr sambandinu og þá varð ég hreinlega uppgefin eftir að tala við hann. Málið var að það var aðallega hann sem talaði.  Og það saug úr mér alla orku.

Vinurinn sem leiddi mig í allan sannleikann um hvað fólki fannst um mig var minn fyrrverandi.

Í mínum menningarheimi þykir það löstur að tala of mikið. Í Mið-Ameríku þykir það löstur að tala of lítið. Sorrí Stína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vandlifað í heiminum.  Of eða van, of eða van.

Kveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Halla Rut

Ég tala allt of mikið en maðurinn minn lítið svo það er smá ballas.

Halla Rut , 28.3.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þegar mann langar bara ekkert að tala og á að láta mann í friði með það. Stundum er bara einfaldlega svo mikið að gerast í hausnum á manni að það gefst ekki tími í beinar útsendingar. Sorrý. Lokað í dag.

Laufey Ólafsdóttir, 29.3.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Jenný: Einmitt það sem ég vildi sagt hafa

Halla: Sko, sumir eru skemmtilegir ÞRÁTT fyrir að þeir tali of mikið

Laufey: Þú hittir naglann á höfuðið. Það þótti afar móðgandi þarna úti þegar ég svaraði ekki þegar einhver talaði við mig, en það var bara vegna þess að ég var svo niðursokkin í hugsanir að ég tók ekki eftir því. Á Íslandi hef ég aldrei móðgað neinn með þessu háttalagi

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 29.3.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband