Hvað sýnir þetta fram á?

Mér sýnist á þessu að það eina sem hafi verið sannað sé að karldýr þessarar apategundar hafa takmarkaðra áhugasvið en kvendýr tegundarinnar. Ef til vill má yfirfæra þetta yfir á menn, ef til vill ekki. En ef svo er, skýrir þetta í fyrsta lagi ekki hvers vegna meirihluti kvenna velur sér hefðbundin kvennastörf og í öðru lagi bendir það til þess að karlmenn séu takmarkaðri en konur að þessu leyti.
mbl.is Vísbendingar um eðlislægan áhuga stráka á „strákaleikföngum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Mér finnst þú vera full neikvæð, gangvart okkur karlmönnum.

Svo ég snúi þessu á hinn vegin, gæti þá ekki verið að ungir drengir séu bara einbeittari.

Þannig að stelpur séu óákveðnar og eigi erfitt með að einbeita sér að einum hlut eða áhugamáli.

Strákar eru bestir í einu, en stelpur ágætar í mörgu...

Baldvin Mar Smárason, 7.4.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég er bara að velta fyrir mér mögulegum túlkunum á þessari tilraun. Það getur vel verið að hana megi túlka á þann hátt sem þú segir. Helst er ég samt á því að þetta þurfi ekki endilega að eiga við um mannskepnuna og það þurfi að gera frekari tilraunir með þetta.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 8.4.2008 kl. 12:11

3 identicon

Persónulega leiðist mér voðalega þegar spurningin um hvernig karlar eða konur séu að eðlisfari fer inn í stjórnmál. Allir eiga að njóta sömu réttinda, algerlega burtséð frá því hvort þeir hafi áhuga á eldabuskuleikjum eða byssuleikjum. Ég bara fæ ekki séð hvernig þetta á að koma stjórnmálum við á nokkurn hátt. Ég sé enga ástæðu til að vera eitthvað stoltur eða særður yfir því að meirihluti kynsystra eða kynbræðra manns séu svona eða hinsegin.

Íslenskir femínistar þurfa að fara aðeins að pæla minna í kyninu og meira í einstaklingnum. Það er ekkert að því að konur sæki í ákveðin störf og karlar í önnur, ef það er samkvæmt áhuga. Sem dæmi er ekkert athugavert við það að ég vilji verða ljóðskáld ef ég er til í að vinna á þeim launum, það er bara spurning um verðmætamat, ekki sanngirni. Valið er byggt á fleiri þáttum en krónutölunni, andskotinn hafi það!

Konur og karlar eiga það sameiginlegt að vera einstaklingar og fjölbreytilegir í þokkabót. Það þýðir ekkert að tala um hvernig við séum almennt, því að sú mæling mælir eingöngu hópinn í heild sinni, sem hvorki hefur sál né líkama.

Við eigum ekki að vera eins. Við eigum að vera fjölbreytt, og við erum það. Menn bara týna sér gjörsamlega í einhverjum svona meðaltalsmælingum þegar stjórnmál eru sett með inn í spilið. Þá kemur líka óskhyggjan upp sem sannfærir jafnvel skarpasta fólk um tóma vitleysu.

Og konur sem velja láglaunastörf og væla svo yfir lágum launum GETA DRULLAST til að a) heimta hærri laun, nei, ekki biðja, heldur heimta, og b) fá sér aðra vinnu. Það hefur ekki verið teljandi atvinnuleysi hérna í heila helvítis kynslóð, þannig að hvorki konur né neinn annar hefur afsökun fyrir því að velja sér ekki betra starf. Persónulega þykir mér mun mikilvægara að starfði sé skemmtilegt og ráðist ekki of mikið inn í einkalíf mitt, heldur en nákvæmlega hversu margar krónur ég fæ á mánuði, hvort þær eru 5-15% hærri eða lægri.

Kannski eru konur bara með heilbrigðara gildismat að því leyti. Vilja konur í alvöru vera svo líkar körlunum sem eru fordæmdir fyrir skelfingar sögunnar? 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Mér sýnist þú pæla heilmikið í þessu  

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Hehe, var ekki ávallt sagt að konur geti gert tvennt í einu en karlar bara eitt í einu, kannski erum við bara með takmarkaðra áhugasvið en kvendýrin 

Garðar Valur Hallfreðsson, 9.4.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband