Sunnudagur, 13. apríl 2008
Hugleiðing í hraða hversdagsins
Ég eyddi fyrri hluta þrítugsaldursins í vonlausu sambandi. Ég var vissulega ástfangin en er ekki oft sagt að ástin sé blind? Í öllu falli skipti það mig engu máli lengi vel að maðurinn var að eyðileggja líf mitt. Síðan varð ég þyngri og við það hvarf ástin eins og dögg fyrir sólu og það slitnaði upp úr sambandinu. Undarlegt, en heppilegt.
Síðan tók við langt tímabil sem snerist eingöngu um sambandið við barnið mitt og það var ekkert rúm fyrir aðra nýja manneskju. Enda erum við mjög samrýmd núna. Eftirfarandi samtal er mjög algengt milli okkar:
"Veistu að þú ert uppáhaldssonur minn?"
"En ég er eini sonur þinn!"
"Það breytir því ekki að þú ert uppáhaldssonur minn."
"Og þú ert uppáhaldsmamma mín."
Og allt í einu var ég orðin þrítug og gerði mér grein fyrir því að einhleypum karlmönnum á mínum aldri var farið að fækka verulega á landinu. Auk þess tel ég karlmönnum yfir þrítugu það alls ekki til tekna að vera ennþá piparsveinar. Þá er líklega eitthvað að þeim. Annað hvort eru þeir hreinlega ljótir og leiðinlegir inn við beinið eða þeim helst ekki á konum og geta ekki verið í alvöru sambandi af sálfræðilegum ástæðum. Ég sá að til þess að eignast mann yrði ég að grípa þá sem skilja, fljótlega eftir skilnaðinn því þeir virðast ganga hratt út aftur.
Sá hængur er þó á að ég vil alls ekki mann sem er nýskriðinn úr öðru sambandi. Ég vil ekki mann sem á eftir að gera upp sín mál, sérstaklega andlegu hliðina en hún tekur yfirleitt mun lengri tíma en sú fjárhagslega. Ég vil sko ekki eiga á hættu að vera einhver staðgengill eða haldreipi.
En á svona hugsunarhætti kemst ég víst ekki langt í rómantíkinni. Maður á sennilega bara að fylgja hjartanu, eins og ég segi alltaf sjálf við aðra. Stundum þarf maður að sleppa taumnum og viðurkenna að maður hefur ekki stjórn á öllu.
Það endar líklega með því að ég sit fyrir ekklunum á Hrafnistu. Gallinn er bara sá að konur lifa mennina sína oftar en hitt svo hætt er við að úrvalið verði fábreytt...
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sister! I feel your pain!
Laufey Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 04:59
get ekki stillt mig um að skilja eftir smá kveðju þar sem ég rakst alveg óvart á bloggið þitt á einum bloggrúnti þegar ég sit hér og á að vera að leiðrétta ritun í spænsku, undarlegt ekki satt þín er nú sárt saknað úr kennslunni skal ég segja þér!! finnst ansi merkileg þessi spænskunámskeið sem þið eruð að fara af stað með og þá sérstaklega það sem er fyrir foreldra og börn saman jæja áður en ég fer að verða væmin eða skrifa heila ritgerð þá ætla ég að kveðja, gaman að rekast á þig hér kveðja Svava
Svava (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:25
Þakka þér fyrir, Svava Alltaf gaman að fá meðmæli úr óvæntri átt...
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.