Miðvikudagur, 4. júní 2008
Góðan daginn, takk fyrir og sömuleiðis
Eru þetta orðasambönd sem eru að falla í gleymsku? Mér þykir leitt að segja það en mér finnst áberandi meðal ungmenna að þeir nota ekki svona orð. Þegar maður kemur í búð mætir manni oft þumbaraháttur og nánast ókurteisi. Smá bros og einfalt orðasamband getur breytt svo miklu. Þegar ég segi "takk fyrir" ætlast ég til að fá svar á móti; eitthvað einfalt eins og t.d. "sömuleiðis". En oft fæ ég ekkert nema þögnina.
Það er eitt að opna dyr fyrir náunganum, aðstoða með barnavagn inn í búð eða upp í strætó, sem mér finnst reyndar sjálfsögð kurteisi og hefur ekkert með kvenréttindi að gera, og annað að bera fram einföld orð og orðasambönd sem auðvelda samskipti manna en er svo auðvelt að segja.
Hér eru nokkur dæmi um orð og orðasambönd sem gott er að nota vilji maður öðlast velvild fólks, kunnugs eða ókunnugs:
- Góðan daginn
- Get ég aðstoðað?
- Gjörðu svo vel
- Takk fyrir
- Kærar þakkir
- Verði þér að góðu
- Góða helgi
- Sömuleiðis
- Bless
Venjum okkur á að nota þetta. Í útlöndum þykir það sjálfsagt mál, hvers vegna þurfa Íslendingar endilega að vera dónar?
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo kurteis að það hreinlega stendur mér fyrir þrifum stundum.
Í alvöru þá eru þessar kveðjur í fullu gildi hjá moi.
Kveðjur inn í sumarið
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 11:47
Þú ert alvöru kona, Jenný
Ásdís, ég held að þú hafir rétt fyrir þér. Við þurfum að ala börnin upp í þessu frá upphafi og mín reynsla er sú að leikskólinn stendur sig mjög vel í því að hjálpa okkur foreldrunum við það. En svo er eins og eitthvað gerist þegar þau byrja í skólanum, þá er kannski ekki lengur tími til að kenna þeim kurteisi. Ég var að vinna á frístundheimili í vetur og ég þurfti alltaf aftur og aftur að kenna þeim að segja "Má ég fá..." í staðinn fyrir "mjólk!" og "brauð!" eða jafnvel bara bendingu. Og ég held þú hafir líka rétt fyrir þér með þetta með nýríka fólkið, sumum stígur það til höfuðs að vera ríkur.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 5.6.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.