Og brúðguminn gleymdi buxunum heima

Ég fór í óvenjulegt brúðkaup um helgina.

Í fyrsta lagi var það trúlaust brúðkaup. Engin helgislikja eða væmni yfir þeirri athöfn.

Í öðru lagi var brúðkaupið haldið uppi í sveit.

Í þriðja lagi stóð það alla helgina. Engar áhyggjur af því hver þyrfti að vera edrú til að keyra heim.

Í fjórða lagi var mikið dansað og lítið drukkið. Sjálfsagt var það nú eitthvað misjafnt, en ég held að ég geti fullyrt að þannig hafið það verið almennt séð. Jafnvel fólk sem aldrei dansar lét draga sig út á dansgólfið. Enda var ég skemmtanastjóri... Blush

Á laugardeginum var haldið stutt dansnámskeið sem var mjög vel sótt og um kvöldið var bannað að hafna því ef einhver bauð manni upp í dans. Einnig spilaði fjölskylduhljómsveitin nokkur lög við frábærar undirtektir og puntkturinn yfir i-ið var auðvita bananasíminn, sem kemur leiðinlegasta partýliði í stuð. Ég setti það í spilarann hér til hliðar.

Svo eru hér nokkrar myndir frá brúðkaupinu. Það sem sýnist vera rigning eða snjókoma er í rauninni ryk, þar sem dansað var á moldargólfi.

Brúðkaup Völu 053 Brúðkaup Völu 066 Brúðkaup Völu 059

Er svo ekki sagt að fall sé fararheill? Þetta hófst allt á því að brúðguminn gleymdi jakkafötunum heima svo athöfnin tafðist um næstum klukkutíma á meðan vinum var snúið við í bæinn til að sækja þau. Þeir voru komnir á Selfoss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott brúðkaup, ég var einmitt að pæla í dropunum á myndinni.

Til hamingju með brúðarparið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Kærar þakkir! Þetta var langskemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í. Meira að segja Erik skemmti sér vel og var farinn út á gólfið að DANSA!!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband