Upp í mót

Ég var minnt á gamalt kvæði í dag. Kvæði sem ég heillaðist mjög af sem barn og valdi það til að læra utanbókar. Ég kann það ekki lengur utanbókar en ég las það aftan á sendiferðabíl í dag. Mér fannst það lýsa svo vel því sem framundan er. Frá byrjun til enda:

Fjallganga

I

Urð og grjót,

upp í mót.

Ekkert nema urð og grjót.

Klífa skriður,

skríða kletta.
Velta niður,

vera að detta.

Hrufla sig á hverjum steini,

halda að sárið nái að beini.

Finna hvernig hjartað berst,

holdið merst

og tungan skerst.

Ráma allt í einu í Drottin;

- Elsku Drottinn!

Núna var ég nærri dottinn!

Þér ég lofa því að fara

þvílíkt aldrei framar, bara

ef þú heldur í mig núna!

Öðlast lítinn styrk við trúna.

Vera að missa vit og ráð,

þegar hæsta hjalla er náð.

II

Hreykja sér á hæsta steininn,

hvíla beinin.

Ná í sína nestistösku,

nafn sitt leggja í tóma flösku.

Standa aftur upp og rápa,

glápa.

Rifja upp og reyna að muna

fjallanöfnin:

Náttúruna.

Leita og finna

eitt og eitt.

Landslag yrði

lítilsvirði,

ef það héti ekki neitt.

III

Verða kalt, er kvöldar að.

Halda seint og hægt af stað.

Mjakast eftir mosatónum.

Missa hælinn undan skónum.

Finna sig öllu taki tapa:

Hrapa!

Velta eftir urð og grjóti,

aftur á bak og nið'r í móti.

Leggjast flatur,

líta við.

Horfa beint í hyldýpið.

Hugsa sér

að höndin sleppi.

Hugsa sér

að steinninn skreppi,

vita urðir við sér taka,

heyra í sínum beinum braka.

Deyja áður dagur rynni.

Finnast ekki einu sinni.

IV

Koma heim og heita því,

að leggja aldrei upp á ný.

Dreyma margar næstu nætur

hrap í björgum, brotna fætur.

Segja löngu seinna frá því;

Sjáið tindinn! Þarna fór ég.

Fjöllunum ungum eiða sór ég,

enda gat ei farið hjá því,

að ég kæmist upp á tindinn.

Leiðin er að vísu varla

vogandi, nema hraustum taugum,

en mér fannst bara

best að fara

beint af augum.

Því hversu mjög sem mönnum finnast,

fjöllin há, ber hins að minnast,

sem vitur maður mælti forðum

og mótaði í þessum orðum,

að eiginlega er ekkert bratt,

aðeins mismunandi flatt.

Tómas Guðmundsson

Mórallinn er: Þetta verður ekki eins erfitt og við höldum, aðeins ef hugarfarið er rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eitt af mínum uppáhalds úr bernskunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég mundi ekki hvað þetta er langt... Man best eftir fyrstu línunum. Gaman að fá þetta allt Alveg tilfallandi.

Laufey Ólafsdóttir, 9.10.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband