Góðar hugmyndir

Ríkisstjórnin kynnti um daginn nokkrar aðgerðir sem eiga að hjálpa okkur lýðnum að lifa af þá erfiðu tíma sem framundan eru. Ég hef á tilfinningunni að megnið af þeim sé runnið undan rifjum Jóhönnu Sigurðardóttur, þeirrar góðu konu. Eitt af því var að fresta verðbótum svo greiðslubyrðin lækki hjá húsnæðiseigendum. En betur má ef duga skal, því sú aðgerð er bara til þess fallin að lengja í hengingarólinni. Við þurfum á endanum að borga þessar ranglátu verðbætur.

Hvernig væri t.d. að endurskipuleggja vaxtabæturnar þannig að fólk fari aftur að fá þær? Ég fékk vaxtabætur hér áður fyrr. Alveg slatta. Ég á við að mig munaði um þær. En svo hættu þær að berast. Ef ég hefði hins vegar verið í sambúð eða hjónabandi þá hefði ég fengið eitthvað áfram. Ég vil bara vinsamlegast benda ráðamönnum á það að einstæð móðir (eða faðir) þarf alveg jafn stórt húsnæði og hjón með jafnmörg börn, en hvar er réttlætið í því að fjölskylda hjónanna fái vaxtabætur en ekki þeirrar einstæðu (þess einstæða), sem þó hefur aðeins eina fyrirvinnu á heimilinu og þar af leiðandi lægri tekjur? Þetta er ekkert annað en mismunun.

Önnur hugmynd er að endurskoða aftur fasteignagjöldin. Þau voru endurskoðuð þegar húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi. Nú fer það að lækka aftur, óhjákvæmilega, og þá legg ég til að fasteignamatið verði lækkað aftur í samræmi við það. Það væri sanngjarnt.Kýr

Að lokum legg ég til að 10-11 fari úr fjósinu á Barónsstíg og það verði gert að fjósi aftur. Hægt væri að vera með slatta af kúm og nokkur naut, breyta bílastæðinu í engi og þá geta kýrnar gengið úti á sumrin. Svo væri hægt að fara á staðinn með mjókurbrúsa eða -flösku og kaupa sér nýja mjólk, ófitusprengda og ógerilsneydda. Svo ekki sé talað um hvað börnin okkar græða mikið á því að hafa tækifæri til að umgangast nautgripi og sjá með eigin augum hvaðan mjólkin kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband