Fimmtudagur, 4. desember 2008
Pata Pata
Smá upplyfting á erfiðum tímum, í minningu Miriam Makeba:
Þessi útgáfa af laginu með Tito Puente er ekki síðri. Það skemmtilega er að fólk í latnesku Ameríku hefur alist upp við þessa útgáfu og margir telja lagið vera al-latneskt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Góðar hugmyndir
Ríkisstjórnin kynnti um daginn nokkrar aðgerðir sem eiga að hjálpa okkur lýðnum að lifa af þá erfiðu tíma sem framundan eru. Ég hef á tilfinningunni að megnið af þeim sé runnið undan rifjum Jóhönnu Sigurðardóttur, þeirrar góðu konu. Eitt af því var að fresta verðbótum svo greiðslubyrðin lækki hjá húsnæðiseigendum. En betur má ef duga skal, því sú aðgerð er bara til þess fallin að lengja í hengingarólinni. Við þurfum á endanum að borga þessar ranglátu verðbætur.
Hvernig væri t.d. að endurskipuleggja vaxtabæturnar þannig að fólk fari aftur að fá þær? Ég fékk vaxtabætur hér áður fyrr. Alveg slatta. Ég á við að mig munaði um þær. En svo hættu þær að berast. Ef ég hefði hins vegar verið í sambúð eða hjónabandi þá hefði ég fengið eitthvað áfram. Ég vil bara vinsamlegast benda ráðamönnum á það að einstæð móðir (eða faðir) þarf alveg jafn stórt húsnæði og hjón með jafnmörg börn, en hvar er réttlætið í því að fjölskylda hjónanna fái vaxtabætur en ekki þeirrar einstæðu (þess einstæða), sem þó hefur aðeins eina fyrirvinnu á heimilinu og þar af leiðandi lægri tekjur? Þetta er ekkert annað en mismunun.
Önnur hugmynd er að endurskoða aftur fasteignagjöldin. Þau voru endurskoðuð þegar húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi. Nú fer það að lækka aftur, óhjákvæmilega, og þá legg ég til að fasteignamatið verði lækkað aftur í samræmi við það. Það væri sanngjarnt.
Að lokum legg ég til að 10-11 fari úr fjósinu á Barónsstíg og það verði gert að fjósi aftur. Hægt væri að vera með slatta af kúm og nokkur naut, breyta bílastæðinu í engi og þá geta kýrnar gengið úti á sumrin. Svo væri hægt að fara á staðinn með mjókurbrúsa eða -flösku og kaupa sér nýja mjólk, ófitusprengda og ógerilsneydda. Svo ekki sé talað um hvað börnin okkar græða mikið á því að hafa tækifæri til að umgangast nautgripi og sjá með eigin augum hvaðan mjólkin kemur.
Dægurmál | Breytt 20.11.2008 kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Upp í mót
Ég var minnt á gamalt kvæði í dag. Kvæði sem ég heillaðist mjög af sem barn og valdi það til að læra utanbókar. Ég kann það ekki lengur utanbókar en ég las það aftan á sendiferðabíl í dag. Mér fannst það lýsa svo vel því sem framundan er. Frá byrjun til enda:
Fjallganga
I
Urð og grjót,
upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður,
skríða kletta.
Velta niður,
vera að detta.
Hrufla sig á hverjum steini,
halda að sárið nái að beini.
Finna hvernig hjartað berst,
holdið merst
og tungan skerst.
Ráma allt í einu í Drottin;
- Elsku Drottinn!
Núna var ég nærri dottinn!
Þér ég lofa því að fara
þvílíkt aldrei framar, bara
ef þú heldur í mig núna!
Öðlast lítinn styrk við trúna.
Vera að missa vit og ráð,
þegar hæsta hjalla er náð.
II
Hreykja sér á hæsta steininn,
hvíla beinin.
Ná í sína nestistösku,
nafn sitt leggja í tóma flösku.
Standa aftur upp og rápa,
glápa.
Rifja upp og reyna að muna
fjallanöfnin:
Náttúruna.
Leita og finna
eitt og eitt.
Landslag yrði
lítilsvirði,
ef það héti ekki neitt.
III
Verða kalt, er kvöldar að.
Halda seint og hægt af stað.
Mjakast eftir mosatónum.
Missa hælinn undan skónum.
Finna sig öllu taki tapa:
Hrapa!
Velta eftir urð og grjóti,
aftur á bak og nið'r í móti.
Leggjast flatur,
líta við.
Horfa beint í hyldýpið.
Hugsa sér
að höndin sleppi.
Hugsa sér
að steinninn skreppi,
vita urðir við sér taka,
heyra í sínum beinum braka.
Deyja áður dagur rynni.
Finnast ekki einu sinni.
IV
Koma heim og heita því,
að leggja aldrei upp á ný.
Dreyma margar næstu nætur
hrap í björgum, brotna fætur.
Segja löngu seinna frá því;
Sjáið tindinn! Þarna fór ég.
Fjöllunum ungum eiða sór ég,
enda gat ei farið hjá því,
að ég kæmist upp á tindinn.
Leiðin er að vísu varla
vogandi, nema hraustum taugum,
en mér fannst bara
best að fara
beint af augum.
Því hversu mjög sem mönnum finnast,
fjöllin há, ber hins að minnast,
sem vitur maður mælti forðum
og mótaði í þessum orðum,
að eiginlega er ekkert bratt,
aðeins mismunandi flatt.
Tómas Guðmundsson
Mórallinn er: Þetta verður ekki eins erfitt og við höldum, aðeins ef hugarfarið er rétt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Peningar eða ...? Hvort viltu frekar hugsa um?
Rosalega er ég orðin leið á fréttum um efnahagsmál!! Það heyrast og sjást varla fréttir um annað, nema ef vera skyldi um fjöldamorð og ofbeldi gagnvart börnum. Eins og það sé eitthvað skárra...
Ég held að það sem við þurfum sé að HÆTTA að hugsa um peninga og fara að hugsa um eitthvað jákvæðara.
Yfir 30 manns eru á byrjendanámskeiði í Lindy Hoppi. Það eru yfir 30 manns sem fóru að hugsa um eitthvað annað en ömurleg efnahagsmál og ákváðu að eyða einu kvöldi í viku í eitthvað skemmtilegt og gefandi. Ég veit um nokkra aðila sem mættu taka sér þetta fólk til fyrirmyndar. Einn þeirra heitir Davíð Oddson og er yfirmaður peningamála á Íslandi.
Slakaðu á, Davíð, og dansaðu!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. september 2008
Ábyrgð hvers?
"Í Fjarðabyggð fengust þær upplýsingar að almenningssamgöngur væru ekki meðal skylduverkefna sveitarfélaga og ekki gert ráð fyrir þeim í tekjustofnum."
Er hún að segja að almenningssamgöngur séu ekki skylduverkefni sveitarfélaga almennt? Ef svo er, hvers vegna ekki? Er það ekki öllum í hag, alls staðar, að til séu nothæfar almenningssamgöngur í heimabyggð? Það er augljóst á höfuðborgarsvæðinu, en ég held að minni sveitarfélög græði líka á því að allir íbúar séu ekki alltaf háðir einkabílnum.
Ef sveitarfélögum er ekki skylt að veita þessa þjónustu, hver á þá að bera ábyrgðina? Grunnþjónusta við íbúa á alltaf að vera á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga.
Segja þvert nei við kostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. september 2008
Fólkið í forgang?
Á sama tíma og frú borgarstjóri segir að "nú þurfi að stíga á bremsuna, nokkuð laust, til þess að ekki þurfi að kippa í handbremsuna síðar" og talar um "teikn um þrengingar í rekstri Reykjavíkurborgar", lýsir hún því yfir að tjörnin í Reykjavík verði að sjálfsögðu hreinsuð, jafnvel þótt það kosti einhverja peninga.
Vissulega er nauðsynlegt að hreinsa tjörnina af saurmengun. En ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann heyrt frá borgarstjórn að "að sjálfsögðu verði að finna húsnæði handa heimilislausum" eða " að sjálfsögðu verði að redda fleiri félagslegum íbúðum í snatri, jafnvel þótt það kosti einhverja peninga" eða "að sjálfsögðu styrkjum við líknarsamtök sem gefa fátæku fólki mat".
Þegar eitthvað þarf að gera sem kemur fátæku fólki við þarf borgarstjórn að velta fyrir sér hverri krónu og virðist eiginlega sko ekki hafa efni á því. Þá þarf alltaf að stíga á bremsuna. En þegar þarf að hreinsa tjörn eða kaupa hús, ÞÁ eru allt í einu til peningar!
Eru til peningar eða eru ekki til peningar???
Hanna Birna og co. þurfa aðeins að endurhugsa forgangsröðina hjá sér núna.
Fjármálin í forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
34 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar