Mánudagur, 1. september 2008
36 liggja í valnum
Stofuglugginn minn er eins og vettvangur fjöldamorðs. 33 lík hafa fundist þar og 3 annars staðar í húsinu. Sumir eru enn með lífsmarki og engjast sundur og saman. Hins vegar er lítill áhugi frá minni hendi á að bjarga þessum aumu lífum. Hvaðan þeir komast inn í húsið er svo ráðgáta sem kannski verður aldrei ráðin. Þeir birtast í glugganum til þess eins, að því er virðist, að deyja hægum og mögulega kvalafullum dauðdaga. Þetta er mjög dularfullt. Kannski er þeirra tími bara kominn.
En mér er alveg sama.
Geitungar eru leiðinlegir.
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Íslensk kona lektor við Cambridge
Dr. Ragnhildur Þóra Káradóttir hefur verið skipuð lektor við háskólann í Cambridge. Hún er doktor í lífeðlisfræði. Hvað ætli margir viti af þessu? Líklega ekki margir. Ástæðan fyrir því að ég veit af því er sú að þessi kona er vinkona mín. Ein ástæða þess að ekki margir aðrir vita af því er að hún afskaplega hógvær kona og ekki mikið fyrir athygli. Fyrir nokkrum árum var viðtal við hana í Vikunni en að öðru leyti hefur hún að mestu staðið utan sviðsljóss.
Sem er synd því hún er frábær fyrirmynd fyrir ungar stúlkur sem hafa áhuga á vísindum og geta hugsað sér starfsframa á því sviði. Hún hefur sýnt fram á hvað íslenskar konur geta afrekað, hafi þær vilja og sjálfstraust til!
Hér er slóðin á prófílinn hennar á síðu Cambridge-háskóla: http://www.neuroscience.cam.ac.uk/directory/profile.php?rk385
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Og brúðguminn gleymdi buxunum heima
Ég fór í óvenjulegt brúðkaup um helgina.
Í fyrsta lagi var það trúlaust brúðkaup. Engin helgislikja eða væmni yfir þeirri athöfn.
Í öðru lagi var brúðkaupið haldið uppi í sveit.
Í þriðja lagi stóð það alla helgina. Engar áhyggjur af því hver þyrfti að vera edrú til að keyra heim.
Í fjórða lagi var mikið dansað og lítið drukkið. Sjálfsagt var það nú eitthvað misjafnt, en ég held að ég geti fullyrt að þannig hafið það verið almennt séð. Jafnvel fólk sem aldrei dansar lét draga sig út á dansgólfið. Enda var ég skemmtanastjóri...
Á laugardeginum var haldið stutt dansnámskeið sem var mjög vel sótt og um kvöldið var bannað að hafna því ef einhver bauð manni upp í dans. Einnig spilaði fjölskylduhljómsveitin nokkur lög við frábærar undirtektir og puntkturinn yfir i-ið var auðvita bananasíminn, sem kemur leiðinlegasta partýliði í stuð. Ég setti það í spilarann hér til hliðar.
Svo eru hér nokkrar myndir frá brúðkaupinu. Það sem sýnist vera rigning eða snjókoma er í rauninni ryk, þar sem dansað var á moldargólfi.
Er svo ekki sagt að fall sé fararheill? Þetta hófst allt á því að brúðguminn gleymdi jakkafötunum heima svo athöfnin tafðist um næstum klukkutíma á meðan vinum var snúið við í bæinn til að sækja þau. Þeir voru komnir á Selfoss.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Brúðkaup aldarinnar um helgina
Ég er að fara í brúðkaup um helgina og ég held að ég sýni ekki hroka þegar ég segi að það verði skemmtilegasta brúðkaup þessarar aldar, jafnvel þótt hún sé nýbyrjuð. Það verður uppí sveit og stendur alla helgina, það verður harmónikkuball og lindy hop ball og BARA stuð! Svona eiga brúðkaup að vera!
P.S. Það er litla systir mín sem er að fara að gifta sig.
Föstudagur, 25. júlí 2008
Herräng... vá maður!
Ég hef orðið fyrir opinberun: Það geta allir dansað og allir ættu að læra að dansa. Ef allir dönsuðu þá væri ekkert stríð í heiminum. KENNUM STJÓRNMÁLAMÖNNUM AÐ DANSA!
Meira þegar ég kem heim.
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Sumarbúðir
Ég fór aldrei í sumarbúðir sem krakki. Líklega hef ég aldrei beðið þess bætur. En núna gefst mér tækifæri á að bæta mér upp það sem ég fór á mis við í æsku. Loksins fæ ég að fara í sumarbúðir. Þær eru þó hvorki í Kaldárseli né Vaglaskógi (eða hvar það nú var sem þær voru staðsettar í gamla daga), heldur í smákrummaskuði í Svíþjóð sem enginn þekkir, ekki einu sinni Svíar: Herräng. Athugið að til að nafnið skiljist í Stokkhólmi þarf að bera það fram með sænskum hreim, sem kemur sjálfkrafa með því að leggja áherslu á bæði atkvæðin.
Eins og sést á þessari mynd eru þetta engar venjulegar sumarbúðir. Þetta eru DANSbúðir, þar sem aðallega er dansað Lindy Hop, en einnig nokkrir aðrir óæðri dansar. Og sjálfur Frankie Manning verður á staðnum, en hann er einna elstur í hettunni á þessu sviði. Hann er fæddur árið 1914 og er 93 ára á þessu myndbandi.
Að lokum eru hér skilaboð til nágranna minna: Ekki týna ykkur í dagdraumum, húsið mitt verður EKKI autt á meðan ég er í burtu!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
336 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar