Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Gangandi vegfarendur.. púff!
Nú er mér hreinlega nóg boðið og sé mig knúna til að skrifa fáein orð um gangandi vegfarendur í Reykjavík. Það er kannski einmitt lag núna að ræða þessi mál, mitt í öllum átökunum sem allir eiga að vera í svona að vori til. Þá er ég að tala um átak í fleirtölu. Ekki nóg með að maður eigi að hjóla í vinnuna (ég geri það reyndar og hef gaman af) heldur erum við nýbúin að hugsa um lífshlaupið og fengum þær upplýsingar að við ættum að hreyfa okkur í 30 mínútur á dag (er það ekki hálftími?).
Því miður verð ég að vera dálítið neikvæð í garð gangandi vegfarenda hér í bæ. Þrátt fyrir að mér finnist rétt að stjórnandi vélknúins ökutækis sé alltaf í órétti keyri hann á gangandi vegfaranda - það er ekki beinlínis jafnræði milli þeirra hvað hættu á áverkum varðar - þá skil ég vel hvers vegna það gerist öðru hverju.
Við kennum börnunum okkar eftirfarandi umferðarreglur frá unga aldri:
- Að líta vel til beggja hliða og hlusta áður en þau fara yfir götuna.
- Að fara yfir götuna á þar til gerðum stöðum, s.s. gangbrautum og gangbrautarljósum, ef mögulegt er. Annars fara sérstaklega varlega.
- Að fara beint yfir götuna en ekki á ská.
Hvað gerist svo? Um leið og ægivaldi foreldranna sleppir og það hættir að vera spennandi að fá lögguna í heimsókn brýtur fólk allar þessar reglur. Og það oft gróflega. Fólk veður út á götuna bara einhversstaðar án þess að líta til hægri eða vinstri og finnst greinilega gott að ganga á götunni því oft er farið verulega á ská. Og það virðist vera alveg sama hvort á götunni séu bílar eða ekki!
Hvað veldur því að við þverbrjótum allar reglur sem við eyðum heilmiklum tíma í að troða inn í hausinn á börnunum? Og hvernig eigum við að útskýra það fyrir þeim að ÞAU eigi að fara eftir einhverjum reglum þegar FULLORÐNA FÓLKIÐ brýtur þær allar?
Ég tek það fram að ég er ekki að tala um alla sem ganga um götur og gangstéttir bæjarins en þetta virðist vera ansi stór hópur. Ansi stór og hættulegur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Þegar börnin ala sig upp sjálf
Er það ekki yndislegt þegar börnin ala sig upp sjálf? Ég skrifaði lýsingu á því um daginn þegar sonur minn kenndi sjálfum sér lexíu þegar hann ofsaltaði matinn sinn. Nokkrum dögum seinna vorum við á leiðinni heim úr skólanum (ég þarf að sækja hann á bílnum þar sem hann er í skóla í næsta hverfi) og hann fór að kvarta og kveina yfir því að hann væri aldrei með vinum sínum og að honum leiddist alltaf svo mikið og ég veit ekki hvað og hvað. Hann er náttúrlega einkabarn svo það er að vissu leyti skiljanlegt að maður þurfi að vera með prógramm. Ég sagði ekki neitt.
En svo þagnaði hann eitt augnablik og sagði síðan: "Hvaða endemis vitleysa er þetta í mér! Ég fór til Ragnars í gær og Emils í fyrradag. Ég leik mér heilmikið við vini mína."
Það er spurning hvort ég sé ekki bara að verða óþörf...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 7. apríl 2008
Hvað sýnir þetta fram á?
Vísbendingar um eðlislægan áhuga stráka á strákaleikföngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Hvíti svanurinn og greiðslur til foreldra
Tvö mál eru ofarlega í huga mér þessa dagana. Bæði snerta einstæða foreldra.
Um daginn var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða eiganda Hvíta svansins 27 milljónir í bætur vegna tapaðra leigutekna og fleira. Ef Félag einstæðra foreldra hefði ákveðið að kaupa þetta hús (það hentar einstaklega vel fyrir neyðaríbúðir) hefði þá eigandinn farið í mál við Reykjavíkurborg? A.m.k. flýgur mér í hug að þessum 27 milljónum hefði verið betur varið til að styrkja félagið til að kaupa húsið. Þegar við biðjum um peninga fáum við 3 milljónir hér og 3 milljónir þar, frá ríki og borg. Sem dugir í raun engan veginn til að halda uppi óskertri starfsemi.
Annað mál er ákvörðun borgarstjóra að foreldrar sem bíði eftir leikskólaplássi fái greiðslur. Sko, í fyrsta lagi er reynsla Norðmanna sú að svona greiðslur leiði til þess að konur verði frekar heima með börnin og fari þá út af vinnumarkaðnum (megum við virkilega við því?), sérstaklega innflytjendur sem aftur leiðir til þess að börn innflytjenda koma í grunnskóla nánast ótalandi á íslensku. Í öðru lagi koma þessar greiðslur einstæðum foreldrum ekki að nokkrum notum. Í þriðja lagi eiga þetta víst ekki að vera nein ósköp, eða 8.000 krónur á mánuði. Hvað eigum við að gera við það???
Ég held að það sé kominn tími til að skipta um borgarstjórn eina ferðina enn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Sinfónía nr. 2
Anton Mikailovich spýtti, sagði oj, spýtti aftur, sagði oj aftur, spýtti aftur, sagði oj aftur og fór. Til fjandans með hann. Í staðinn ætla ég segja frá Ilya Pavlovich.
Ilya Pavlovich fæddist 1893 í Konstantínópel. Þegar hann var enn strákur fluttu þau til Sankti Pétursborgar og þar útskrifaðist hann frá Þýska skólanum við Kirchnavagötu. Síðan vann hann í einhverri búð; síðan gerði hann eitthvað annað; og þegar byltingin hófst flutti hann úr landi. Jæja, til fjandans með hann. Í staðinn ætla ég að segja frá Önnu Ignatievnu.
En það er ekki sérlega auðvelt að segja frá Önnu Ignatievnu. Í fyrsta lagi veit ég eiginlega ekkert um hana, og í öðru lagi var ég að detta af stólnum mínum og er búinn að gleyma hvað ég ætlaði að segja. Svo ég ætla í staðinn að segja frá sjálfum mér.
Ég er hávaxinn, sæmilega gáfaður; ég klæði mig skynsamlega og smekklega; ég drekk ekki, ég veðja ekki á hesta, en ég er nokkuð upp á kvenhöndina. Og konum líkar bara vel við mig. Þeim finnst gaman að fara út með mér. Serafima Izmaylovna hefur boðið mér heim nokkrum sinnum og Zinaida Yakovlevna sagði líka að hún væri alltaf ánægð að sjá mig. En ég flæktist í undarlegt atvik sem snerti Marinu Petrovnu, sem mig langar að segja frá. Ósköp venjulegur atburður en nokkuð skemmtilegur. Marina Petrovna missti allt hárið vegna mín varð sköllótt eins og barnsrass. Það gerðist svona: Einu sinni fór ég að heimsækja Marinu Petrovnu og bang! hún missti allt hárið. Þannig var nú það.
Daniil Kharms (1905-1945)
http://www.sevaj.dk/kharms/stories/symphon2.htm
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Ímyndunarráðgjafi Framsóknarflokksins
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14. janúar 2008
usnelf ðem re navlöT
Dægurmál | Breytt 17.1.2008 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 29. desember 2007
Æi Guðlaugur, þú getur gert betur en þetta...
Þegar ég heyrði þessa frétt í útvarpinu varð ég mjög ánægð með heilbrigðisráðherrann okkar. Hið ótrúlega hafði gerst: Sjálfstæðismaður hafði afnumið óréttlát gjöld í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mjög gott mál fyrir einstæða foreldra, hugsaði ég með mér. Eitt lítið skref í átt að kjarabótum fyrir þá.
En ég heyrði ekki alla fréttina. Ég veit ekki hvernig hún endaði í útvarpinu í hádeginu, en á mbl.is gafst mér tækifæri á að sjá fréttina til enda. Það var þá sem ég sá hvað hangir á spýtunni. Því auðvitað hlýtur eitthvað að hanga á spýtunni þegar hægrimaður gerir svona góðverk. Auðvitað hækka þá komugjöld fyrir fullorðna.
Hvað mælir á móti því að fólk þurfi að borga of mikið í heilbrigðisþjónustunni? Jú, það skapast hætta á því að efnalítið fólk sleppi því að fara til læknis, vegna þess að það sé of dýrt. Það er stórkostlegt að nú geti allir farið með börnin sín til læknis óháð efnahag, en á móti kemur að foreldrarnir hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara sjálfir. Svo ég tali ekki um öryrkja og aldraða. Það eru dæmi um að fólk hætti við að leysa út lyfin sín vegna þess að það hefur ekki efni á því. Hversu margir hafa sleppt því að fara til sérfræðings, til dæmis? Það vitum við ekki. En við vitum að þeir eru dýrir. Sjúkrabílar eru a.m.k. helmingi dýrari. Ég velti því fyrir mér hvort réttlætanlegt sé að rukka fólk fyrir neyðarþjónustu. Hvað skyldi mannréttindadómstóll Evrópusambandsins segja um það?
Börn greiði ekki komugjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 30.12.2007 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 29. desember 2007
Hvað er öfgafemínisti?
Mig langar að varpa fram hérna spurningu til þeirra sem taka hana til sín: Hvað er öfgafemínisti? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að teljast öfgafemínisti?
Er nóg að krefjast þess að leið kvenna til æðstu staða í þjóðfélaginu sé greidd? Það hefur jú verið sannað að fyrirtæki sem hefur konu í æðstu stöðu er líklegra til að græða en ef karl er við stjórnvölinn. Er nóg að benda á þá staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem nauðga og berja konur eru karlar? Eða misskilst það bara þannig að alir karlar nauðgi og berji konur? Er kannski nóg að krefjast þyngri dóma yfir kynferðisbrotamönnum og þeim sem misþyrma konum sínum? Er nóg að krefjast sömu launa fyrir sambærileg störf? Er nóg að benda á að hefðbundin kvennastörf séu minna metin en hefðbundin karlastörf?
Er nóg að krefjast jafnréttis karla og kvenna? Eða misskilst það bara þannig að femínistar vilji í raun forréttindi kvenna?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Jólaskap og hús sem þarfnast viðgerðar
Þá eru aðeins 5 dagar til jóla og eftir að gera alveg helling en ég hef ekki áhyggjur af því af því að ég er komin í jólafrí! Jibbí! (Tókuð þið eftir ríminu? Ég er greinilega komin í skáldastuð um leið og jólastuð ) Og ekki nóg með það að ég sé komin í jólafrí, heldur er ég líka hætt í vinnunni. Ójá, kæru vinir, ekki meiri ítroðsla í bili En eins og flestir sem þekkja mig vita þá er planið að halda spænskunámskeið heima, á meðan meðeigandi minn heldur námskeið í íslensku annarsstaðar, en við erum í félagi. "Málaskóli frú Mínervu", þið getið bráðum flett því upp á netinu.
NÁMSKEIÐ HEFJAST Í LOK JANÚAR!! Og þá hafið þið það. Ég sinni líka námsaðstoð fyrir framhaldsskólanema.
En á meðan hlakkar í mér yfir jólunum, hvað ég ætla að hafa það gott á meðan á þeim stendur og hvað það verður gaman hjá mér þegar þeim lýkur (ég er nefnilega líka að fara til Parísar bráðum) þá er líka ofarlega í huga mér hlutskipti margra kvenna sem eru í svipaðri aðstöðu og ég að því leyti að þær eru einar með börn. Ég var heppin að hafa menntað mig og keypt mér íbúð áður en barnið kom, en aðrar mega teljast heppnar að hafa fengið inni í 20 fermetra íbúð í hripleku húsi sem Félag einstæðra foreldra á.
Ég held að yfirvöld geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Kannski halda þau að þetta sé bara smotterí sem hægt er að gera við til bráðabirgða. En það er alvarlegra en það. Í sumum íbúðunum eru pollar á gólfunum daglegt brauð og annarsstaðar eru sveppir á veggjunum sem geta haft heilsuspillandi áhrif. Og það versta er að þarna búa líka börn sem eru enn viðkvæmari fyrir svona löguðu. HVAÐ ÆTLA YFIRVÖLD AÐ GERA Í MÁLINU NÚNA??!!! Því það þarf eitthvað að gerast NÚNA og helst í gær!
Það er keypt hús undir fíkla fyrir 90 milljónir og við fáum EKKI NEITT til að kaupa þak yfir höfuðið á heimilislausum einstæðum mæðrum og börnum þeirra (og einstaka föður). Nú er ég ekki að segja að fíklar þurfi ekki húsaskjól, en það þurfa einstæðir foreldrar og börn þeirra líka. Af hverju er ekkert gert fyrir þau? Stendur ekki í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að öll börn eigi rétt á þaki yfir höfuðið?
Á meðan Ísland er ofarlega á lista yfir ríkustu þjóðir heims finnst mér að svona neyð eigi ekki að fyrirfinnast í þjóðfélaginu og sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
336 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar