Færsluflokkur: Dægurmál
Sunnudagur, 9. desember 2007
Konu-hvað?
Þann 5. desember sl. var haldið svokallað "konukvöld" í Blómavali. Nú eru þessi "konukvöld" mjög útbreidd og haldin af hinu og þessu tilefninu. En ég velti fyrir mér tveimur atriðum varðandi þetta fyrirbæri.
Í fyrsta lagi, fyrir hvaða konu er þetta haldið?
Í öðru lagi, er ekki verið að ýta hér undir einhverja staðalímynd kvenna? Í Blómavali var t.d. í boði kynning á töskum og Bacardi Breezer, hægt var að smakka sykurlaust súkkulaði, sýndar jólaskreytingar og kynning á vörum frá Himneskri hollustu. Gott ef ekki voru líka kynntar einhverjar snyrtivörur og krem.
Ég man að ég las auglýsinguna og hugsaði með mér: Ég hef ekki nokkurn áhuga á þessum hlutum, samt er ég kona. Kannski er til fullt af karlmönnum sem hefur áhuga á því sem verið var að kynna þarna. Hvað er t.d. sérstaklega kvenlegt við Bacardi Breezer eða sykurlaust súkkulaði? Eða jólaskreytingar og hollar matvörur?
Það þarf alltaf að vera að kynkenna hluti í samfélaginu sem engin ástæða er til að kynkenna. Með því er verið að ýta undir staðalímyndir og gera kynjabilið (gender gap) ennþá breiðara. Ég er líka á móti kvenfélögum. Ég sé ekki tilgang með því að banna karlmönnum aðgang að félögum sem hver sem er getur gengið í, ef hann er kona. Það er ekki eins og verið sé að gera eitthvað á fundum sem karlmenn mega ekki vita... Á sama hátt er ég á móti félögum sem leyfa bara karlmenn. Ef þetta eru vinahópar þá gegnir öðru máli. Stundum þurfa konur / karlar að skemmta sér án hins kynsins. En frjáls félagasamtök eiga ekki að stækka kynjabilið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 1. desember 2007
Ekkert óveður hjá mér!
Það er sko ekkert óveður heima hjá mér. Þrátt fyrir allar veðurspár og fréttir af hörmungum af völdum veðurofsans þá er logn fyrir framan húsið mitt. En það er líka alltaf lognmolla í Þingholtunum. Reyndar var líka alltaf logn á Sólvallagötunni meðan ég bjó þar. Ég veit ekki hvernig veðráttan þar er núna..
En það er líka gott veður í lífinu almennt. Síðasti kennsludagur var í dag og eiginlega líka í gær, þar sem síðasti tíminn var ýmist á fimmtudegi eða föstudegi eftir því hvaða hópur það var. Við höfðum það bara næs, ég bjó til ceviche og setti á spænskumælandi tónlist. Ceviche-ð kláraðist á fimmtudeginum svo ég þurfti að búa til meira fyrir síðasta hópinn. Það hljóta að vera meðmæli. Þau voru alveg frábær, mig langaði næstum til að vera áfram. Sum voru alveg miður sín yfir að ég skyldi vera að hætta.
Á vinnuherberginu, rétt fyrir hádegi, fékk ég síðan söng (Bésame mucho) og jólagjöf frá samkennurum mínum í kveðjuskyni. Ég tárast bara við tilhugsunina.. Síðan stálumst við til að fá okkur rauðvínstár í sérmerkta kaffibollann (sem ég vonast til að fá að eiga þegar ég fer) og tókum hann með okkur á kennarafund.
Nei, það er sko ekkert óveður á Nönnugötunni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. nóvember 2007
Er þetta fóstureyðing?
Meðganga er að jafnaði um 40 vikur. Það sér því hver maður að eftir 35 vikur er barnið orðið barn. Það getur fæðst. Ég held að þeir sem eru með og á móti fóstureyðingum geti sameinast í þeirri skoðun að þetta er ekki rétt. Getur þetta yfirleitt kallast fóstureyðing?
Án þess að vita um aðstæður þeirra sem láta gera svona, held ég að foreldrar þurfi að sýna meiri fyrirhyggju ef það vill losna við fóstur og gera eitthvað í því aðeins fyrr. Svo ekki sé talað um læknana sem virðast selja sálu sína við svona aðgerð.
Spænskir læknar handteknir vegna ólöglegra fóstureyðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Eru að koma jól?
Það er ekki nema mánuður til jóla og eins og vera ber brjálað að gera hjá kennara í 115% starfi. Ég á til dæmis núna að vera að fara yfir ritunarverkefni í fjarnámi. En ég ákvað að taka mér smá pásu í því. Hva?? segir kannski einhver núna. Er manneskjan að vinna seint á laugardagskvöldi??? Ykkur að segja þá er ég búin að vera að vinna í allan dag, þarf nefnilega að skila þremur lokaprófum á fimmtudaginn, fara yfir gommu af verkefnum og prófum fyrir mánudaginn, búin að setja efni á vefinn og semja krossapróf, og ýmislegt smálegt sem tekur varla að nefna og myndi bara láta ykkur leiðast lesturinn. Þessu myndi ég ekki áorka nema vinna öll kvöld og allar helgar. Segið svo að kennarar vinni ekki upp fríin sín!
Jólaundirbúningur hefst ekki á þessu heimili fyrr en eftir tvær vikur. Þangað til verður allt í rúst og litla barnið sorgmætt yfir því hvað mamma hefur lítinn tíma til að gera eitthvað skemmtilegt. En annatíminn líður hjá og þessa önnina er ég búin óvenjusnemma með prófin svo þetta tekur fljótt af. Eftir jólin tekur svo óvissan við.
Ég held það se óhætt að tilkynna það núna að ég held ekki áfram að kenna á næstu önn. Margar ástæður eru fyrir því en ég ætla ekki að fara út í þær hér. Nú ætla ég að venda um og halda mín eigin námskeið á næsta ári. Reyndar hefur mér verið boðin staða í öðrum skóla, en ég hef ekki gert upp hug minn enn. Held kannski að það verði of mikið stress, en á hinn bóginn yrði það örugg tekjulind. Hver veit hver áhuginn á spænskunámskeiðum er...
Ég vil endilega að það komi fram að ég er afar stolt af nemendum mínum þessa önnina. Meðaleinkunn í prófum fer hækkandi með hverju prófinu og nú er svo komið að meðaleinkunn eins hópsins er komin í 8,2. Hinir hóparnir tveir standa sig líka mjög vel. Áfram Ármúli!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 23. nóvember 2007
Erfitt val
Hér er að vísu ekki tekið tillit til vinnutíma en það breytir samt ekki því að konur þéna minna en karlar. Ástæðan fyrir því að þær vinna minna er væntanlega sú að þær bera meiri ábyrgð á heimilinu. Það hefur alltaf verið framar í forgangsröðinni hjá konum en körlum að samræma vinnu og heimili, þótt það sé eitthvað að breytast, skilst mér. Hef reyndar ekki reynsluna...
En hvernig skyldi þetta þá koma út hjá einstæðum foreldrum, sem eru langflestar konur? Eitt er víst að þær vinna almennt meira en konur í hjúskap. Þar er ekkert um það að ræða að samræma vinnu og heimili. Annað hvort sinnir maður vel vinnunni eða heimilinu. Erfitt val...
Stærsti hópur þeirra sem eru í fjárhagsvandræðum eru einstæðir foreldrar. Kemur ekki á óvart...
Launajafnrétti árið 2072? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Annað lindy-reif?
Stórsveit Reykjavíkur leikur víst í Ráðhúsinu á sunnudaginn kemur. Ætli það sé stemning fyrir meiri dansi? ...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Lindy-reif á morgun
Á morgun, sunnudag, verður fjör hjá lindurum. Við ætlum á tónleika og látum okkur ekki nægja að hlusta heldur ætlum við líka að dansa. Ég vona að ÞIÐ komið líka og dansið með okkur! Lindy Hop rokkar!!
Dægurmál | Breytt 18.11.2007 kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Maístjarnan á rússnesku
Púff, þetta tókst loksins! Að setja inn myndband, á ég við.
Systir mín (runavala) setti í fyrra á Youtube myndband með Óperukórnum þar sem hann söng Maístjörnuna í Pétursborg. Það næsta sem hún veit er að það er komið svar frá þessari konu sem hafði þýtt ljóðið á rússnesku og sungið það inn á myndband. Ekkert smá flott!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Saga af rusli
Ég flokka ruslið mitt. Það er ekki svo mikið mál, í alvöru. Það hjálpar reyndar að eiga bíl, til að skella ruslinu í og keyra það í Sorpu. En það er ekki nauðsynlegt. Ekki lengur. Nú er hægt að fá svona tunnu sem maður setur í garðinn hjá sér. Og hún er líka tæmd! Ég man þegar borgin bauð upp á endurvinnslutunnur en enga tæmingu. Undarlegt að þær skyldu ekki njóta vinsælda... En nú er það Gámaþjónustan sem býður upp á þetta.
- Allir matarafgangar sem eru ekki kjöt eða fiskur fara í moltutunnu sem Reykjavíkurborg býður á kaupleigu. Tíu þúsund kall á fimm árum!
- Dagblöðin fara í endurvinnslutunnuna. Reyndar fæ ég svo mikið af þeim að ég verð að fara öðru hverju með þau í gáminn hérna í næstu götu. Annars myndi tunnan fyllast á viku. En þangað til safnast þau fyrir í blaðakörfunni og þegar hún er full er dreginn fram svartur ruslapoki sem er geymdur einhversstaðar í íbúðinni.
- Mjólkur- og safafernurnar fara líka í tunnuna. Þær geymast í ruslaskápnum. Á þessu heimili eru það aðallega safafernur, mjólk er ekki vinsæl í magana á heimilinu. Reyndar aðallega stóra magann, sá litli er bara hræddur við lirfur.
- Bylgjupappi fer allur í endurvinnslutunnuna, kemur ekki svo mikið inn af honum.
- Plastpokar og -ílát með sérstökum merkjum safnast í poka á eldhúsgólfinu þangað til hann er orðinn nógu fullur til að fara í tunnuna. Á sama stað lenda pappaumbúðir þangað til þær fá heimili.
- Glerkrukkur og niðursuðudósir fylla ruslaskápinn öðru hverju. Þegar plássið er lítið hengjast dósirnar utan á en glerið neyðist til að vera inni þangað til hægt er að gera sér bílferð í Sorpu. Það má ekki fara í tunnuna, öryggisins vegna.
- Drykkjarílát fara auðvitað í Sorpu þar sem hægt er að græða á þeim. Þau fara fyrst í ruslaskápinn en síðan í poka og inn í skápinn undir stiganum með útilegudótinu og rafmagnsofnunum. Þar fá þau síðan að dúsa þar til pokarnir eru orðnir nógu margir til að það taki því að gera sér bílferð í Sorpu. Það getur tekið allan veturinn. Á mínu heimili er glerið undan rauðvíni og bjór, dósirnar undan bjór og plastið undan Egils Kristal.
Þrátt fyrir allt þá er ekki mikil vinna í þessu. Ekki í að flokka, a.m.k. Ég býst við að ennþá sé betra að eiga bíl ætli maður að flokka fyrir alvöru. Hvað ætti maður annars að gera við glerið? Og dagblöðin? Þau eru þung. Ekki nema maður fari nánast daglega í gáminn. Kannski ættu auglýsendur að hætta að framleiða svona mikið af bæklingum, þeir fara hvort sem er ólesnir í ruslið. Það er hægt að fara með drykkjarílátin í stórar tunnur úti á götu, en þá er ekkert á þeim að græða.
Það ætti að vera skylda að hafa svona endurvinnslutunnu við hvert heimili. Ef ráðamönnum væri alvara með að hvetja fólk til að flokka rusl ættu þeir að hjálpa aðeins til.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 20. október 2007
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga
Þegar ég var búin með fæðingarorlofið mitt hafði ég ákveðið að fara í skóla. Ég átti smá pening til að lifa af fram að áramótum, ekki mikið, ég var nægjusöm í þá daga. Það var nóg fyrir fjóra mánuði, en ekki meira. Ég var nefnilega svo heppin að hafa keypt mína fyrstu íbúð á 4,5 milljónir, í þá góðu gömlu daga... Ég átti semsagt íbúð og þurfti ekki að borga mikið af henni.
Ég ákvað semsagt að fara í skóla, átti smá pening og var búin að fá vilyrði fyrir námsláni. Allt í góðu. Vandamálið var bara að fæðingarorlofinu lauk mánuði áður en ég átti að byrja í skólanum. Ég þurfti því að láta peninga sem rétt dugðu fyrir fjóra mánuði duga í fimm. Hókus pókus. Það eina sem mér datt í hug var að fara til ríkisskattstjóra og fá fyrsta hluta barnabótanna greiddan fyrirfram. Ég var nefnilega svo óheppin að fæða barn í lok janúar, svo barnabætur fóru ekki að berast mér fyrr en tæpu ári síðar.
Að sjálfsögðu var þetta ekki hægt, mér var bent á félagsþjónustuna en mér fannst ekki taka því fyrir einn mánuð. Síðar komst ég að því að það hefði ekki verið glæta að ég fengi aðstoð frá félagsþjónustunni þar sem ég átti íbúð, bíl og smá pening. Til að fá aðstoð frá henni máttu ekki eiga NEITT.
Nú hef ég verið að grúska í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og ég get hvergi séð neitt um það hver skilyrðin eru til að fá aðstoð. Þar segir m.a.:
"I. kafli. Markmið laganna.
1. gr. Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því
a. að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti,
b. að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna,
c. að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi,
d. að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál.
Við framkvæmd félagsþjónustunnar skal þess gætt að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar."
Í IV. kafla, Almenn ákvæði um rétt til félagsþjónustu, er talað um að sveitarfélag skuli sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð. Síðan er talað um hver á rétt til þess, þ.e. þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, hvað skuli gera ef einhver þarf á aðstoð að halda utan sveitarfélags síns og um rétt erlendra ríkisborgara. Hvergi er talað um að viðkomandi megi ekki eiga neinar eignir. Eða hvað? Ef einhver fróðari en ég getur bent mér á hvar það stendur skal ég fegin lesa þá málsgrein.
Sá sem á eigin íbúð borgar venjulega minna í afborganir en hann / hún myndi borga í leigu. Það er skiljanlegt ef viðkomandi borgar fulla leigu að hann / hún nái ekki endum saman. Sá eða sú sem nær ekki endum saman ÞRÁTT FYRIR að vera í eigin húsnæði er enn verr staddur / stödd. Svo ég tali nú ekki um hvað bíll getur verið nauðsynlegur hlutur þegar maður er með börn til að geta stundað hvaða vinnu sem er.
Hér er brotalöm í kerfinu. Það sér hver maður. Við skulum bara vona að núverandi félagsmálaráðherra skoði málið og breyti þessu. Nú eða þá Björk Vilhelms. Ég treysti þeim báðum til þess, svo lengi sem þær vita af vandamálinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
336 dagar til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar