Færsluflokkur: Dægurmál

Tannheilsa barna

Mér brá þegar ég heyrði frétt í gær um tannheilsu barna. Ég vissi reyndar að sumt fullorðið fólk lætur hjá líða að fara til tannlæknis vegna þess að það hefur ekki efni á því. Og ég skil það vel, tannlæknar eru dýrir. Þeir eru ekki inni í tryggingakerfinu. En að börnin þyrftu að þjást vegna fjárhagsstöðu foreldranna!!! Í hvers konar þjóðfélagi lifum við?

Tannlæknir nokkur sagðist fá 5-6 börn á leikskólaaldri á mánuði með alvarleg tannvandamál; margar tennur skemmdar, jafnvel allar, og hættulegar sýkingar. Ég bara spyr: Hver er ávinningur Tryggingastofnunar af þessu? Er líf þessara barna þess virði að spara nokkrar krónur? Fyrr á þessu ári dó drengur í Bandaríkjunum vegna sýkingar sem leiddi út í heila. Foreldrarnir höfðu ekki efni á að fara með hann til tannlæknis. Eigum við að bíða eftir að einhver deyi úr tannpínu hér áður en eitthvað verður gert í málinu? Það virðist oft vera íslenska leiðin, að einhver þurfi að deyja til þess að eitthvað sé gert. En það er slæm leið.

Við höfum smátt og smátt verið að færast frá því að vera norrænt velferðarþjóðfélag yfir í að líkjast bandaríska kerfinu æ meir. Núverandi ríkisstjórn er að eyðileggja velferðarkerfið. Við VERÐUM að kjósa hana út í vor! Það er langt síðan ég tók eftir því að við erum mitt á milli þess að vera velferðarþjóðfélag og þriðja heims ríki. Einstæðir foreldrar er einn hópurinn sem kemur illa út úr þessu kerfi, vegna þess að þeir eru fjárhagslega verr staddir en flestir sem eru í hjónabandi eða sambúð, einfaldlega vegna þess að þeir hafa bara eina fyrirvinnu á heimilinu. Nú til dags vinna flest hjón bæði úti. Auk þess er mikill meirihluti einstæðra foreldra konur og þær hafa, eins og við vitum, 16% lægri tekjur að meðaltali en karlar. Auk þess hafa margar ekki haft tækifæri til að mennta sig, einmitt vegna þess að þær eru einstæðar, og hafa því enn lægri tekjur. Svo bíðum við bara eftir því að verða enn bandarískari svo hægt sé að setja fólk í fangelsi fyrir syndir ríkisins, eins og móðirin sem var handtekin fyrir vanrækslu vegna þess að hún sleppti því að fara með barnið sitt til tannlæknis. Kannski hún hafi ekki haft efni á því?

Að lokum vil ég spyrja þá sem hafa með málið að gera: Hver er munurinn á því að hafa tennurnar eða augun í lagi?


« Fyrri síða

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

325 dagar til jóla

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband