Færsluflokkur: Ferðalög

4 dagar í ferð til Kosta Ríka

Það var enginn tími til að blogga í gær, þess vegna var enginn pistill um 5 daga í ferðalag. Fyrst var aðalfundur hjá Félagi einstæðra foreldra, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir var svo almennileg að koma okkur inn í dagskrána hjá sér, þrátt fyrir miklar annir í nýju embætti, og hélt glimrandi tölu. Takk, Jóhanna! Síðan var útskrift hjá tilvonandi tilvonandi mági mínum, en hann lauk stúdentsprófi frá MH með því að taka þrjá síðustu áfangana í vetur í fjarnámi hjá okkur í Ármúla og þar af einn hjá undirritaðri Cool. Hann fékk sérstök verðlaun fyrir að vera yndislegasti nemandinn. Þar með hefur hann lokið sínu stúdentaprófi á 9 árum. Dúxinn lauk því á 3 svo að meðaltali tóku þau sér 6 ár í þetta. Hver var aftur að tala um að stytta stúdentinn niður í 3 ár?...

Meira á morgun...


6 dagar í ferð til Kosta Ríka

Sumarfríið er loksins komið. Ég var farin að halda að það myndi aldrei koma en tíminn líður víst hvað sem tautar og raular og allt tekur enda. Og þar með hefst líka alltaf eitthvað nýtt. Nú eru 6 dagar þangað til við förum til Kosta Ríka og það verður ýmislegt brallað á þessum mánuði sem við verðum þar: Farið á eldfjöll og ströndina, jafnvel í frumskóginn (hver veit), skrifaðir útvarpspistlar, lögð drög að ferðabók, gerð heimildamynd og margt fleira skemmtilegt.

Ég rakst á þetta persónulega heimskort hjá einhverjum hérna á blogginu og ákvað að láta það fljóta með. Þetta eru semsagt löndin sem ég hef komið til. Ég tók ekki með þau lönd þar sem ég hef bara komið á flugvöllinn.

worldmap

Slóðin er http://www.world66.com/myworld66/visitedCountries.


« Fyrri síða

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband