Fimmtudagur, 10. maí 2007
Kæra fröken Ríkisstjórn
Sko. Maður er bara að reyna að vekja athygli á sér svona rétt fyrir kosningar, skrifar grein og allt til að reyna að koma málefnum einstæðra foreldra inn í umræðuna, og svo er greinin bara ekki tengd við bloggið manns! Hvurslags eiginlega...! Nú, ég verð þá bara að vísa ykkur á hana hérna. Þið getið meira að segja valið hvort þið lesið hana á mbl.is eða visir.is.
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Hvernig húsi viltu helst búa í?
Tónlistarspilari
31 dagur til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það geta nú legið alls kyns ástæður að baki því að móðir neitar að skrifa upp á feðraorlofið. Maður setur nú ekki barnið sitt í hendurnar á hverjum sem er og ekki hrópa upp yfir þig af hneykslan strax. Til dæmis þegar barn er getið eftir einnar nætur gaman þá ER barnsfaðirinn "hver sem er" gagnvart móðurinni og þegar barnsfaðirinn hefur alls ekki skipt sér af barninu fyrstu 6 mánuði ævi þess, þá ER faðirinn "hver sem er" gagnvart barninu. En auðvitað eru til barnsfeður sem sýna barni sínu áhuga strax frá fæðingu, jafnvel þótt þeir séu ekki í sambandi við móðurina. Og auðvitað eru til barnsmæður sem eru ósanngjarnar þegar þær neita að skrifa undir feðraorlof. En við megum heldur ekki gleyma því að til eru barnsfeður sem láta móðurina skrifa upp á feðraorlof og láta sig síðan hverfa í þrjá mánuði, barnlausir. Algengasta ástæðan fyrir því að móðirin skrifar ekki upp á er sú að hún treystir ekki föðurnum fyrir barninu; hvaða ástæður liggja síðan að baki því þori ég hins vegar ekki að tjá mig um.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 10.5.2007 kl. 22:45
Kæri vinur, það eina sem ég er að tala um í greininni er að ÞEGAR faðirinn tekur ekki út orlofið, sem er einmitt algengasta staðan þegar foreldrarnir eru ekki í sambandi við fæðingu barns, þá er það óréttlátt gagnvart barninu að fá bara sex mánuði með móður sinni, en ekki níu með báðum foreldrum, eins og önnur börn. Eins og ég sagði áður þá liggja margar ástæður að baki því að faðirinn tekur ekki út orlofið sitt og ég vil ekki dæma einn eða neinn, þannig að ekki leggja mér orð í munn, takk.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 11.5.2007 kl. 19:26
Stefán minn, við höfum rætt þetta áður. Nei því miður hafa ekki verið gerðar rannsóknir á þessu en ég stóð nú einmitt upp á fyrirlestri um málið til að athuga hvort slíkt stæði til. Þar kom fram að mjög lítill hluti feðra nýtti sér orlofið ekki en ekkert kom fram um hvort þarna væri um áhugaleysi eða einfaldlega ófeðruð börn að ræða. Við höfum heyrt um fjölda tilfella þar sem móðir skrifar undir feðraorlof og faðirinn stingur af, því miður, við höfum einnig orðið vitni að að kona var beitt ofbeldi til að skrifa undir. Auðvitað eru bæði til ömurlegar konur og ömurlegir karlmenn þannig er lífið.
Það verður að fara einhverja millileið í þessum málum og það er stjórnvalda að finna lausnina bæði með rannsóknum og útrfrá ábendingum fólksins, hvort sem það verður samkvæmt staðfestingu heimilislæknis þess efnis að enginn faðir er til staðar á meðgöngu eða hvernig sem þetta er gert. Það er heldur ekki hægt að líta framhjá þeirri líffræðilegu staðreynd að það eru konurnar sem ala börnin og ég get sagt þér af eigin reynslu að það er enginn hægðarleikur. Barnsfæðing er það mesta álag á líkama og sál sem um getur hugsast og þar að auki er barnið í flestum tilfellum líkamlega háð móðurinni vegna brjóstagjafar fyrstu mánuðina. Finnir þú lausn á þessu atriði getur ýmislegt breyst í hvelli.
Þetta er hinsvegar ekkert flóknara en svo að réttur barnsins á ekki að vera neitt síðri þótt foreldrar þess séu ekki steyptir í hið hefðbundna mót. Þetta snýst ekki um hvaða foreldri á hvaða rétt heldur hvaða rétt á barnið. Faðir getur sótt sinn rétt til umgengni þótt hann taki ekki út fæðingarorlof og þarf þetta því ekki að vera neinn dauðadómur á samband barns og föður. Þetta virkar líka á báða bóga... ef móðir er t.d. dæmd vanhæf strax á meðgöngu, er þá ekki réttast að faðirinn (sé hann í góðu lagi) geti tekið út þetta 9 mánaða orlof? Hvað um samkynhneigð pör?
Laufey Ólafsdóttir, 12.5.2007 kl. 01:04
Þú gleymdir að þetta gæti verið milliástæðan: kannski vegna þess að hann þekkir móðurina lítið. Þetta þarf ekki að segja neitt sérstaklega um karakter Hreggviðs. Svo held ég að fólk meti fólk útfrá því hvernig það kemur fyrir. Ef fólk veit þetta mikið um hagi Hreggviðs þá veit það örugglega hvaða mann hann hefur að geyma og getur dregið ályktanir útfrá því.
Í sambandi við meðgöngur þá eru þær alveg jafnmikill partur af lífi barns og líf þess eftir meðgöngu. Í undantekningartilvikum er þetta jafnvel eina líf barns (hef upplifað það sjálf). Það er heldur ekki hægt að líkja saman því að vera óléttur og lamaður. Hef farið í gegnum 3 óléttur ALGERLEGA ein og það er ekkert auðvelt. Sérstaklega ekki þegar maður þarf líka að hugsa um önnur börn. Fæðing er ólýsanlegur sársauki, það mikill að mann langar að hætta við þegar hríðir byrja... Svo kemur andlega álagið eftir fæðinguna en flestar konur upplifa einhvers konar fæðingarþunglyndi sem verður oft uppspretta deilna... t.d. við barnsföður. Þreytan er ólýsanleg, bæði andleg og líkamleg. Kannski ekki skrýtið að við séum eins og heimaríkir hundar um ungviðið, a.m.k. fyrst um sinn. Ætlast ekki til að karlmenn skilji þetta... sennilega skilja þeir það álíka jafnvel og við skiljum þeirra stöðu. Gott væri ef allir gætu verið vinir en þetta er greinilega ekki svo einfalt. Alla vega, maður sem ekki hefur sýnt sig á meðgöngunni og ætlar svo allt í einu að vaða inn þegar barnið er fætt þarf nú aðeins að hugsa sinn gang. Veit um einn slíkan sem varð eins og fiskur á þurru þegar barnið "hans" dó rétt eftir fæðingu. Það náðist ekki í hann fyrr en það var orðið of seint. Saga til umhugsunar fyrir marga. Feður OG mæður.
Það ER hægt að dæma móður vanhæfa strax á meðgöngu, t.d. ef hún er í neyslu af einhverri sort eða með alvarlegar geðtruflanir. Í þessum tilvikum er barnaverndarvernd sett í málið og hver sem er getur haft samband við þá stofnun... heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafar, nágrannar, ættingjar, faðir... Barneignir gera sko ekki alla að betra fólki og ekki eru allir til þess fallnir að taka ábyrgð. Því miður.
Barnið þarf umönnun meira en foreldrarnir þurfa frí. Ef annað foreldrið sér alfarið um umönnun á það foreldri að fá 9 mánuði til að annast barnið, burtséð frá því hvort það er faðir eða móðir. Oftast er þetta móðir vegna líffræðilega þáttarins. Barn á líka rétt á að vera ekki partur af rafmögnuðu andrúmslofti. Fyrir mér er þetta mikilvægara en flest annað.
Ps. Vill svo til að ég er ágætlega vel að mér í skoðunum og hagsmunum samkynhneigðra. Þeirra mál eru engan veginn komin nógu langt í þessum efnum.
Laufey Ólafsdóttir, 15.5.2007 kl. 02:44
Sæll Stefán. Samvinna þessara tveggja félaga hefur verið rædd og er ég í ágætu sambandi við formanninn þar. Við erum auðvitað ekki sammála um alla hluti en auðvitað verða allar raddir að heyrast til að hægt sé að komast að sanngjarnri niðurstöðu. Ég þekki hinsvegar alveg báðar hliðar á þessum málum og þarf ekkert að flytja mig yfir til þeirra til að kynnast þeim málum frekar. Vildi hinsvegar óska að hægt væri að láta karlmenn ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu til að ljá þeim skilning á þeirri hlið mála.
Það sem kemur mér á óvart Stefán er að grein Þuríðar Bjargar var alls ekkert um feður heldur um hvernig verk ríkisstjórnarinnar hafa ekki skilað sér til allra. Greinin var aðallega ádeila á efnahagslegan ójöfnuð í velmeguninni svokölluðu en hún er að fá hörðustu gagnrýnina fyrir eina setningu sem var algert aukaatriði og engan veginn alhæfing. Fólk sér greinilega bara það sem það vill sjá.
Ég hef ekki kynnt mér málin í Saudi Arabíu en á breska vinkonu sem fór þangað að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Ég get spurt hana þegar ég hitti hana í sumar.
Laufey Ólafsdóttir, 16.5.2007 kl. 11:32
Stefán. Auðvitað hefði verið best að vísa í einhverjar rannsóknir, sem ég hefði gert ef þær hefðu verið til. En ég veit bara um mörg dæmi þess að faðirinn hafi takmarkaðan áhuga á ungbarni sínu sé hann ekki í sambandi við móðurina. Hvað þá að hann treysti sér til að vera alfarið með það í heila þrjá mánuði! Því að vera í feðraorlofi þýðir að vera með barninu dag og nótt.
Þetta með meðgönguna og fæðinguna skiptir máli því strax við meðgöngu myndast sérstök tengsl milli móður og barns sem ekki myndast milli föður og barns, ÞAÐ hefur verið staðfest með rannsóknum. Ef móðirin vill ekki setja barnið í hendurnar á föður sem hún þekkir lítið eða af einhverjum ástæðum treystir ekki (ég meina, einhver ástæða hlýtur að vera fyrir sambandsslitunum...) þá gerir hún það (yfirleitt) af eðlishvöt til þess að vernda barnið, hvort sem það er rökrétt eða ekki.
Auðvitað væri best að öll dýrin í skóginum væru vinir og hjálpuðust að, en þannig er það bara ekki alltaf utan Hálsaskógar.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 16.5.2007 kl. 22:34
Þú fullyrðir semsagt að aðalástæðan fyrir því að forsjárlausir feður taki ekki orlof sé sú að móðirin banni þeim það. Hvað hefurðu fyrir þér í því?
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.5.2007 kl. 22:20
Því miður, kannski, getur hver sem er eignast barn, hvort sem viðkomandi er hæfur til þess eða ekki, og ekkert sem við getum gert í því annað en að reyna að stuðla að því að börnunum líði sem best. Ég vona að þú takir þessu ekki þannig að ég sé að tala um stóran hóp feðra, líklegast geta flestir foreldrar átt góð samskipti þótt þeir séu ekki saman. En það er heldur ekki hægt að hafa það þannig að faðirinn geti bara komið einn daginn og sagt: Jæja, nú ætla ég að taka barnið í þrjá mánuði. Sjáumst! Og móðirin verði að samþykkja það. En það væri fróðlegt að gera könnun á því hversu margir forsjárlausir feður taka orlof og hver ástæðan sé þegar þeir gera það ekki. Ég spái því að töluverður hópur þeirra sem taka ekki orlof hafi hugsað lítið eða ekkert út í það.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 24.5.2007 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.