Mánudagur, 28. maí 2007
4 dagar í ferð til Kosta Ríka
Það var enginn tími til að blogga í gær, þess vegna var enginn pistill um 5 daga í ferðalag. Fyrst var aðalfundur hjá Félagi einstæðra foreldra, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir var svo almennileg að koma okkur inn í dagskrána hjá sér, þrátt fyrir miklar annir í nýju embætti, og hélt glimrandi tölu. Takk, Jóhanna! Síðan var útskrift hjá tilvonandi tilvonandi mági mínum, en hann lauk stúdentsprófi frá MH með því að taka þrjá síðustu áfangana í vetur í fjarnámi hjá okkur í Ármúla og þar af einn hjá undirritaðri . Hann fékk sérstök verðlaun fyrir að vera yndislegasti nemandinn. Þar með hefur hann lokið sínu stúdentaprófi á 9 árum. Dúxinn lauk því á 3 svo að meðaltali tóku þau sér 6 ár í þetta. Hver var aftur að tala um að stytta stúdentinn niður í 3 ár?...
Meira á morgun...
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:33 | Facebook
Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
31 dagur til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha! Fólk fattar ekki að fjarnámið hefur opnað leið fyrir fólk til þess að taka stúdentinn á eigin hraða. Þú manst nú þegar ég boraðist til ykkar í Ármúlann 2004 (og var í einum áfanga hjá þér ). Ég kláraði 120 einingar á 2 árum sléttum einmitt með því að troða inn fjarnámi meðfram dagskólanum. Ég fékk aðeins að syndga upp á náðina með skilafrest og annað enda lítill tími hjá mér í heimanám, en þetta hófst fyrir rest og ég skil oft ekki hvernig. Þetta var þvílík geðveiki. Ég veit að duglegir krakkar eru að fara þessa leið og svo er hægt að vera í Hraðbraut. Ég sé enga ástæðu til að vera að stytta stúdentinn. Hvernig ætlar Háskólinn að svara öllum þeim önnum sem á hann leggst með slíku?
Takk fyrir síðast!
Laufey Ólafsdóttir, 28.5.2007 kl. 07:23
Takk sömuleiðis, Laufey! Þú ert náttúrlega svoddan dugnaðarforkur að fáir leika það eftir þér. En það er rétt, fjarnámið hefur opnað fólki áður lokaða leið til stúdentsprófs. Bæði hefur fullorðið fólk úti á landi tækifæri til að fara aftur í menntaskóla, heima hjá sér og með vinnu, og svo getur fólk flýtt fyrir sér með því að bæta fjarnámsáföngum við þetta venjulega nám og tekið nokkra áfanga á sumrin. Þetta með 3 ára stúdentspróf held ég að sé útaf borðinu núorðið, það eru komnar aðrar hugmyndir. Það sem ekki var tekið með í reikninginn var annars vegar að erlendis, þar sem "menntaskóli" tekur 3 ár, er skólaárið annað hvort mun lengra eða skipt niður í þrjár annir og fólk því nánast allt árið í skóla. Hins vegar að erlendis er fyrsta árið eða svo í háskóla undirbúningsár, þar sem nemendur taka ýmsar greinar sem ekki koma háskólagrein þeirra endilega við. Hér hins vegar ljúkum við þessum undirbúningi strax í menntaskóla og förum beint í sérhæfingu í háskóla.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 28.5.2007 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.