Fimmtudagur, 7. júní 2007
Húsmóðirin
Amma Eriks er svona týpísk húsmóðir. Eins og þær voru fyrir þrjátíu árum. Hún vaknar snemma á morgnanna og eldar handa okkur morgunmat: Hrísgrjón og svartar baunir er hitað saman í potti og eins konar sýrður rjómi sett út á og þetta er borðað saman inni í lítilli tortillu. Síðan fáum við líka egg, ristað brauð, ferskan ávaxtasafa og kaffi. Þegar morgunmaturinn er frá er byrjað að elda hádegismatinn, sem er aðalmáltíð dagsins. Síðan er líka eldaður léttur kvöldverður. Við borðum semsagt þrjár heitar máltíðir á dag þessa dagana.
Á milli þess sem hún eldar oní mannskapinn fer hún hingað og þangað að hjálpa til, á elliheimili eða eitthvert á vegum kirkjunnar, og er greinilega dugleg við að gefa ölmusu. Um daginn vorum við ein heima og þá komu tveir betlarar að hliðinu (hér eru öll hús umkringd læstum rimlum) og spurðu eftir henni með nafni. Þá var hún vön að gefa þeim eitthvað reglulega. Ég sendi annan í burtu og sagði honum að koma aftur seinna, ég vissi ekki þá hvað það var sem hann vildi, en hinn betlarinn var pínulítil gömul krumpuð kona sem sagði mér allt um aðstæður sínar og ég gat bara ekki sent hana tómhenta í burtu. Ég safnaði því saman 1000 kólumbusum meðal ferðafélaga minna og gaf henni ásamt tveimur mangóum, sem föðurbróðir Eriks hafði komið með úr sveitinni daginn áður. Hún var ánægð með það og bað Guð að blessa mig fyrir. Ekki amaleg laun það.
Að auki sér amman um eiginmann sinn, afa Eriks, en hann þjáist af vatnssöfnun við heila, sem lýsir sér á svipaðan hátt og alzheimer. Hann þekkir ekki aftur fólk sem hann hefur ekki séð í ákveðinn tíma, man ekki eftir því hvort hann er búinn að borða, en fylgist alltaf vel með klukkunni og spyr okkur oft hvað klukkan er. Þessi myndarlegi maður á besta aldri, sem alltaf var líkamlega mjög vel á sig kominn og ákaflega leikinn í að daðra við konur, er nú allt í einu orðinn gamall maður.Um bloggið
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Spurt er
Tónlistarspilari
31 dagur til jóla
Tenglar
Spænska
- Frú Mínerva Málaskóli
Myndir frá Kosta Ríka
Hér eru myndaalbúm með myndum frá Kosta Ríka í júní 2007.
Lindy Hop
Þetta er dansINN!
- Heimasíðan okkar
- Hellzapoppin So you think you can dance!!
- Showdown 2006 Ég get þetta sko alveg...
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andreaolafs
- hugdettan
- astar
- bjorkv
- bleikaeldingin
- brylli
- fitubolla
- neytendatalsmadur
- gurrihar
- hallarut
- handtoskuserian
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- johannbj
- jonbjarnason
- hugsadu
- lauola
- larahanna
- mammzla
- mariataria
- manisvans
- svarthamar
- runavala
- soley
- smjattpatti
- jam
- svenni
- toshiki
- truno
- vefritid
- hallormur
- thorgnyr
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábær pistill, áfram með smjörið. Góð sagan af ömmunni og gömlu konunni. Ekki slæmt að fá guðsblessun.
Bjargarmamma (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:32
Þið komið líklega öll hnöttótt til baka eftir allan þennan góða mat.
Bjargarmamma (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:34
Þú mátt koma heim með eina svona ömmu handa mér. Ég er að innrétta geymsluna fyrir hana.
Laufey Ólafsdóttir, 9.6.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.