Vania

Áður en ég held áfram með söguna mína, verð ég að segja aðra sögu. Þannig er að ég á góða vinkonu sem heitir Vania og er ættuð frá Chile en ólst upp hér eftir að mamma hennar flúði með hana sem kornabarn undan einræði Pinochet. Undanfarin ár hefur hún verið búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum vegna þess að hún giftist þarlendum manni. Fyrir nokkru skildu þau en hún bjó áfram í L.A. í nokkurn tíma. Hún átti svo að koma til Kosta Ríka sama dag og ég, 1. júní. Daginn eftir það hringdi ég í mömmu hennar en þá var hún ekki komin og það eina sem ég fékk að vita var að hún hefði lent í „atviki“ á flugvellinum og kæmi daginn eftir. Þegar ég svo loksins hitti hana sagði hún mér sögu sína og ég ætla hér að hafa hana eftir henni eins nákvæmlega og ég mögulega get. 

Að kvöldi 31. maí lagði Vania af stað á flugvöllinn í Los Angeles þar sem hún hafði hugsað sér að taka flugvél til Mexíkó og þaðan til Kosta Ríka og hitta móður sína og systur í fyrsta skipti í langan tíma, og systurdóttur sína í fyrsta skipti, og vera hjá þeim í hálft ár. Eftirvæntingin var skiljanlega ákaflega mikil. Hún hafði pakkað niður í miklum flýti kvöldið áður, eins og venjulega, og þar sem hún var nýbyrjuð á blæðingum pakkaði hún niður túrtöppum. Þar sem þetta var einfalt og fljótlegt flug pakkaði hún niður tveimur stykkjum. 

Klukkan hálftólf um kvöldið stóð hún í rútu sem flutti fólkið frá flugvallarbyggingunni að rananum þar sem flugvélin þeirra stóð og átti að flytja alla farþegana 145 til Mexíkó. Allir farþegarnir voru í þessari einu rútu. Þegar stutt var eftir af ferðinni og sást til flugvélarinnar, varð Vania, sem stóð fremst í vagninum, vör við að eitthvað var ekki í lagi. Rútan keyrði á ógnarhraða og hægði ekki á sér þrátt fyrir að bíllinn sem flutti farangurinn þeirra nálgaðist frá hægri. Allt í einu snarbremsaði bílstjóri rútunnar þannig að mikill hnykkur kom á hana og svo aftur þegar hún stöðvaðist. Vania hafði haldið sér í stöngina sem er uppi undir lofti og við þetta kastaðist hún til og frá og handfarangurinn hennar þeyttist út í buskann. Vania endaði á gólfinu ásamt öllum hinum 144 farþegunum.

Fljótlega kom slökkviliðið á vettvang til að athuga hvort einhver hefði slasast og niðurstaðan var sú að Vania og eldri kona frá Mexíkó voru þær einu sem höfðu meiðst eitthvað að ráði. Allir farþegarnir voru sendir upp á ranann þaðan sem þeir fóru síðan inn í flugvélina, en Vania og mexíkanska konan urðu eftir þar sem þær gátu, þegar hér var komið sögu, lítið hreyft sig. Vania hafði farið úr lið á vinstri úlnlið svo höndin og handleggurinn voru stokkbólgin, auk þess sem henni var farið að vera illt í bakinu. Svo flugvélin fór án þeirra en þær stóðu eftir í rananum og horfðu á hana aka út á flugbrautina. 

Jæja, ég læt þetta nægja í dag. Framhaldið kemur í næstu viku því ég er á leiðinni á ströndina við Karíbahafið í Jamaica-fíling og kem aftur á þriðjudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband