Vania, annar hluti

Nú ætla ég að halda áfram með ferðasögu Vöniu, en fyrst verð ég bara að koma með einn brandara frá Robin Williams og Karíbahafinu (seinni hlutinn lesist með Jamaica-hreim): 

“I do know there is one country that does not have a secret weapons lab in the mountains, that is not planning some horrible weapon of mass destruction: Jamaica. “Irie man! Jamaica would never make an atomic bomb! We may make an atomic “bong“. When the atomic bomb goes off, there‘s devastation and radiation. The atomic bong goes off, there´s CELEBRATION!“ 

Vania og mexíkanska kona horfðu semsagt á eftir flugvélinni fara án þeirra til Mexíkó. Eftir nokkra bið kom loksins sjúkrabíll og fór með þær á slysadeildina. Þar var Vania sett í liðinn og sprautuð niður með verkjalyfjum. Auk þess fékk hún lyfseðil upp á verkjalyf og eitthvað fleira, sem hún vissi aldrei almennilega hvað var. Upp úr klukkan fjögur um nóttina var farið með þær aftur á flugvöllinn. Þar var þeim sagt að þær ættu að fara á hótel og bíða eftir næstu vél til Mexíkó. Eitthvað fannst Vöniu vera talað niður til sín og starfsfólkið vera ókurteist þannig að hún sagði mexíkönsku konunni að hreyfa sig ekki (hún talaði enga ensku) heldur liggja grafkyrr. „Því ef þeir sjá að þú getir hreyft þig taka þeir ekki mark á okkur“, sagði hún við hana. Svo byrjaði hún að ausa sig yfir starfsmanninn: „Hver borgar hótelið, lyfin og lækniskostnaðinn?“ sagði hún. „Það borgar það einhver, hafðu ekki áhyggjur“, var svarið. En Vania sætti sig ekki við það svar. „Nei, ég er ekki tryggð og slysið var ykkur að kenna svo ég vil vita hver borgar!“ Hún ætlaði sko ekki að sætta sig við að farið yrði með þær eins og einhverjar gólfmottur bara vegna þess að væru konur af latneskum ættum. Loks var ákveðið að kalla á yfirmann og þær biðu eftir honum í þrjá klukkutíma. Þegar yfirmaðurinn kom féllst hann á að ábyrgjast það að flugvöllurinn myndi borga allt. Þá fyrst samþykkti Vania að fara á hótel. En nú var farið allt öðrum höndum um þær, þeim var rúllað út í hjólastól, farið í apótek fyrir þær og talað til þeirra eins og þær væru alvöru fólk. 

Þetta var að morgni næsta dags, 1. júní. Á hótelinu var ekki mikið sofið fyrir verkjum og auk þess þurfti að fara af stað aftur strax um hádegið þar sem vélin til Mexíkó átti að fara klukkan þrjú síðdegis. Um það leyti tók hún fyrsta skammtinn af lyfjunum.

 

Í þetta sinn komst hún alla leið út í vél og var meira að segja sett á fyrsta farrými þar sem sætin voru ívið þægilegri en aftar í vélinni, þótt ekki væri hægt að halla þeim mjög mikið aftur. Hún komst alla leið til Mexíkó þar sem hún fór fyrst út úr vélinni, eins og vera ber þegar sjúklingur á í hlut, og tekið var á móti henni með hjólastól og góðu viðmóti. Þarna var henni rúllað upp í næstu vél sem átti að flytja hana heim til Kosta Ríka. Allt virtist núna ganga eins og í sögu, Vania var aðeins steinsnar frá því að komast heim. Illa haldin í bakinu, en hún var þó á leiðinni heim til mömmu.

Í Kosta Ríka var þoka, eins og er svo oft þarna uppi í fjöllum Mið-Ameríku. Þennan dag var hún þó aðeins þéttari en venjulega og í því að farþegarnir fundu vélina beygja heyrðist í hátalaranum: „Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar. Því miður er of mikil þoka á flugvellinum í San José til að hægt sé að lenda svo við ætlum að snúa til Guatemala til að taka eldsneyti og reyna síðan aftur.“ Vonbrigðaandvörp heyrðust um alla vél. Frábært!

En nú var kominn tími fyrir Vöniu að taka næsta lyfjaskammt. Hún gerði það, enda þjáð í bakinu; handleggurinn hafði skánað mikið. Það er stutt flug til Guatemala og þegar vélin var að fara að lenda byrjaði Vania að finna fyrir vanlíðan. Hún svitnaði köldum svita, hana svimaði og henni var óglatt. Í lendingunni leið yfir hana. Hún vaknaði síðan við það að múgur og margmenni (að henni fannst) stumraði yfir henni. Hún var borin út úr vélinni þar sem læknir tók á móti henni ásamt fleiri karlmönnum. Allir voru mjög áhyggjufullir og lögðu sig fram um að sannfæra hana um að allt yrði í lagi. 

Framhald á morgun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Een hvað koma tapparnir þessari sögu við? Sagan er æsispennandi samt!

bjargarmamma (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Tek undir með mömmu þinni um tappana ég bíð spennt!

Brandarinn góður! Ég ætla að stela honum

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

En bíddu nú hæg... Williams? Viltu spyrja manninn hverra manna hann sé?

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 16:10

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Túrtapparnir koma sögunni við, Það kemur í ljós bráðum.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 13.6.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband