Önnur skotárás

Það á ekki af manni að ganga hérna. Ég get ekki sagt að mér líki við New York-borg og enn minna eftir gærdaginn (eða fyrradaginn...eða eitthvað, er orðin pínu rugluð). Í fyrsta lagi lentum við á verulega fýldum landamæraverði sem sagði varla meira en 3 orð í einu og sendi okkur tvisvar til baka til að skrifa eitthvað sem vantaði á eyðublöðin og var svo horfinn í seinna skiptið sem við komum aftur. Það er nú meira hvað sumir geta verið ruddalegir!

Síðan lentum við á leigubílstjóra sem rukkaði okkur alltof mikið (allt pabba að kenna, auðvitað). Ég vissi að þetta var alltof hátt verð en nennti ekki að gera veður út af því vegna þess að klukkan var hálfþrjú um nótt og Erik að deyja úr þreytu.

Að lokum vaknaði ég við það um nóttina að hleypt var af skotum einhvers staðar í nágrenninu. Ég vissi að þetta var ekki gott hverfi, en fyrr má nú vera. Fyrst heyrðust nokkur skot, síðan hróp og köll og stuttu seinna vaknaði ég við mikið sírenuvæl. Ég lagði ekki í það að spyrja morguninn eftir í lobbyinu hvað hefði verið um að vera.

Auk þess eru margir sem vinna við afgreiðslu í þessari borg dónalegir og leiðinlegir og erfitt að skilja enskuna þeirra. Og hananú! Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Höfundur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Spurt er

Hvernig húsi viltu helst búa í?

Tónlistarspilari

Facto Delafé Y Las Flores Azules - Enero En La Playa

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband